Alfreð Finnbogason kynnti land og þjóð fyrir fylgjendum á Facebook
Landsliðsmaðurinn Alfreð Finnbogason hitaði upp fyrir EM í Frakklandi með útsýnisþyrluflugi yfir Íslandi á dögunum. Á Facebook-síðu sinni, þar sem knattspyrnumaðurinn á ríflega 50 þúsund fylgjendur, deilir hann glæsilegu myndbandi þar sem honum er fylgt eftir í fluginu með þyrlufyrirtækinu Norðurflug.
Þar stendur Alfreð sig eins og hetja í landkynningu og viðurkennir sjálfur að hafa verið agndofa yfir fegurð Íslands í útsýnisfluginu. Ekki slæm leið til að gíra sig upp fyrir EM, að næla sér í smá jarðtengingu við náttúruöflin.