fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024
Fókus

Bless Ísland! Leoncie vill flytja frá skelfilega Íslandi til að gerast pólitíkus á Indlandi

„Ég er byrjuð að kalla þá hina íslensku Ku Klux Klan“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Mánudaginn 9. maí 2016 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Indverska prinsessan Leoncie er í ítarlegu viðtali við Vice.com, einn stærsta fjölmiðil heims. Hún stefnir á að flytja frá þessu „skelfilega“ landi líkt og hún uppnefnir Ísland og jafnvel gerast stjórnmálamaður á Indlandi. Hin sívinsæla söngkona sem hefur slegið í gegn á Youtube flutti til Íslands aftur árið 2013 eftir dvöl í Bretlandi. Nú hefur hún fengið nóg af Íslandi í bili en segir að ákvörðunin sé ekki einföld, þar sem hún búi í stóru húsi.

Stefnir á að flytja til Indlands

Vice sem er eins og áður segir afar vinsæll miðill, sérstaklega á meðal yngri kynslóðarinnar. Er miðillinn í 74 sæti yfir vinsælustu vefsíður Bandaríkjanna og í 164 sæti á heimsvísu. Í viðtalinu er Leoncie lýst sem afar hæfileikaríkri söngkonu sem sé tónlistarmaður, ljóðskáld, leikstjóri og grínisti. Segir blaðamaður Vice að þrátt fyrir að sólríkja sé allt um kring í tónlist hennar sé veröld hennar ekki eins björt á hinu kalda Íslandi. Hún búi í landi sem henni er illa við og stefnir á að flytja aftur heim til Indlands og ná frama í tónlist og pólitík.

Spurð hvort hún hafi búið í Bretlandi svarar Leoncie:

„Já, ég bjó í Essex. Eiginmaður minn er frá Íslandi og hann vildi flytja til Íslands um tíma. Ég hataði tilhugsunina að dvelja á Íslandi. Nú er ég að undirbúa að flytja aftur. Það er mikil ákvörðun í ljósi þess að ég bý í mjög stóru húsi.“

Hinir íslensku Ku Klux klan

Þá er indverska prinsessan spurð um reynslu hennar af rasisma á Íslandi.

„Þetta byrjaði allt á netinu. Fólkið hérna er nokkuð hatursfullt. Ég hef búið í um níu ár í Bretlandi og enginn hagaði sér eins og fólkið hérna. Ég er byrjuð að kalla þá hina íslensku Ku Klux Klan,“ segir Leoncie og bætir við að hún fái ekki að stíga á svið í neinum tónleikasölum hérlendis vegna ótta við samkeppni. En Leoncie hefur áður talað á þessum nótum en í þættinum Sjálfstætt fólk sagði hún:

„Þetta Ku Klux Klan í tónlistinni á Íslandi hefur haldið mér í burtu vegna þess að ég er betri en þau munu nokkurn tímann verða.“ Þá bætti hún við: „Þetta Ku Klux Klan í tónlistinni á Íslandi hefur haldið mér í burtu vegna þess að ég er betri en þau munu nokkurn tímann verða,“ segir Leoncie.

Indverska prinsessan tók þátt í X-Factor á sínum tíma. Simon hleypti henni ekki áfram
Indverska prinsessan tók þátt í X-Factor á sínum tíma. Simon hleypti henni ekki áfram

Bretar tækju öðruvísi á málum

„Þetta myndi ekki líðast í Bretlandi, þar sem ég get orðið mér úti um lögfræðing og tekið á málinu. Hér eru lögmennirnir spilltir. Læknarnir eru spilltir og stjórnmálamennirnir eru skelfilegir!“

Bætir Leoncie við að eiginmaður hennar hafi tjáð henni fyrir 34 árum að fjórar til fimm spilltar og gráðugar fjölskyldur á Íslandi stjórnuðu landinu.

Segir söngkonan að eiginmaður hennar hafi áttað sig á að það hafi verið mistök að flytja til Íslands. Þess í stað hefðu þau átt að halda beint til Indlands. „Það er nóg að gera fyrir mig þar.“

Stjórnmálamaðurinn Leoncie

Blm: Ég hef heyrt að þú sért að hugsa um að verða stjórnmálamaður?

,,Mig langar til að verða stjórnmálamaður. Nokkrir flokkar hafa haft samband við mig og þetta er góður tími fyrir mig til að huga að stjórnmálaþátttöku í Indlandi, vegna þess að ég bý að svo mikilli lífsreynslu, og hef komið víða við í heiminum, búið hér í Bretlandi og í þessu skelfilega landi. Ég verð að komast burt og ég mun ekki flytja aftur til Íslands. Og ef einhver býr yfir snefil af gáfum, þá gætir hann sín á að gera það ekki heldur.“

Segist Leoncie vilja berjast fyrir réttindum Indverja og láta gott af sér leiða. Þá vill hún hjálpa munaðarleysingjum og taka þátt í öðrum jákvæðum baráttumálum

„Enginn er að hugsa um að gera eitthvað gott. Allir vilja næla sér í pening og stinga honum í vasann eða fela hann á aflandseyjum eins og fyrrverandi forsætisráðherra Íslands. Viðbjóður. Það er hræðilegt að þetta fólk sé ekki að greiða skatta sem bitnar á verkamanninum á Íslandi.“

Þá segir hún ennfremur um plön sín að flytja til Indlands:

„Ég hef verið að vinna í tungumálinu. Af hverju langar mig til Indlands? Ég get ekki alveg svarað því. Ég segi ekki þessum heimsku Íslendingum frá áformum mínum“

Hér má lesa viðtalið í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum glamúrfyrirsæta veltir fyrir sér hvort henni hafi yfir höfuð langað að eignast börn – „Þetta var bara eitthvað sem allir gera“

Fyrrum glamúrfyrirsæta veltir fyrir sér hvort henni hafi yfir höfuð langað að eignast börn – „Þetta var bara eitthvað sem allir gera“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tvær skærustu tennisstjörnur heims í rómantískri ferð á Íslandi – Gistu á hóteli þar sem nóttin kostar hálfa milljón

Tvær skærustu tennisstjörnur heims í rómantískri ferð á Íslandi – Gistu á hóteli þar sem nóttin kostar hálfa milljón
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – Athyglissjúk stjörnuhjón og bótox

Vikan á Instagram – Athyglissjúk stjörnuhjón og bótox
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aþena Sól var frelsissvipt og pyntuð en vitnið þagði – „Ég elska að sjá þig þjást“

Aþena Sól var frelsissvipt og pyntuð en vitnið þagði – „Ég elska að sjá þig þjást“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Blómstrar í fyrirtækjarekstri eftir atvinnumennskuna

Blómstrar í fyrirtækjarekstri eftir atvinnumennskuna