fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024
Fókus

Ólafur Arnalds var fórnarlamb alvarlegs eineltis: „Fann beittan hníf í skúffu og ætlaði mér út að stinga fólk“

Táraðist við að horfa á myndband af árás á unglingsstúlku

Auður Ösp
Föstudaginn 6. maí 2016 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég hef svosem ekki oft talað um það en á nokkrum árum á minni grunnskólagöngu varð ég sjálfur fyrir alvarlegu einelti.“ Þannig hefst pistill sem tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds birti á Facebook í gær en tilefnið var fréttaflutningur gærdagsins af sláandi myndskeiði sem gengir hefur um samfélagsmiðla og sýnir líkamsárás á unglingsstúlku. Segist Ólafur hafa tárast við að horfa á frétt RÚV um málið.

DV greindi frá umræddu myndskeiði í gær þar sem sjá má hóp unglingsstúlkna ráðast á aðra stúlku á bílaplani Langholtsskóla. Árásin er sögð tengjast einelti, og vakti fréttin mikil, of oft á tíðum hörð viðbrögð. Þá hafa ótalmargir tjáð sig um málið á samfélagsmiðlum undanfarin sólarhring.

Í færslu sinni rifjar Ólafur upp þegar hann þorði ekki út í frímínútur í grunnskóla.

„Sérstaklega minnisstætt er þegar ég faldi mig grátandi undir borði inní skólastofu í frímínútum á meðan krakkarnir börðu á gluggana að reyna að hræða mig út. Þetta gekk svo langt að eitt sinn labbaði ég heim, fann beittan hníf í skúffu og ætlaði mér út að stinga fólk.

Þá hef ég verið um 12 ára. Mamma kom að mér og stoppaði mig auðvitað, en ég hefði líklega aldrei gengið mjög langt með þessa hugmynd og mig grunar að þetta hafi verið leið mín til að fá athygli og vera tekinn alvarlega. Daginn eftir komst ég að því að krakkarnir höfðu þá legið á gluggunum heima. “Af hverju varstu að grenja við mömmu þína í gærkvöldi?”. Þarna var ég farinn að fá regluleg kvíðaköst við tilhugsunina um að mæta þessum krökkum í skólanum.“

Ólafur segir að fyrst þarna hafi honum verið tekið alvarlega, en aldrei af skólayfirvöldum.

„Það var einungis mínum yndislegu foreldrum og skilningsríkum foreldrum nokkurra gerendanna að þakka að þetta var stoppað á endanum. Samheldnin jókst og ég fann mér minn stað í lífinu. En viti menn, það fannst nýtt fórnarlamb og ég skammast mín fyrir að segja að þá stóð ég hjá og gerði lítið til að hjálpa.“

Þá segir hann auðvelt að detta í hefndargír og óska gerendum alls ills, en þó beri að sýna aðgát í þessum málum.

„En við skulum muna að þetta eru börn og ábyrgðin er 100% hjá skólayfirvöldum og foreldrum. Gerendurnir eru nefnilega líka fórnarlömb í svona málum. Það gerir enginn svona hluti nema eitthvað sé að og það þarf að hjálpa gerendunum alveg jafn mikið og fórnarlömbunum.“

Hann lýkur pistilinum með þessum orðum:

„Einelti þarf að stoppa með öllum tiltækum ráðum og last dagsins fá menntamálayfirvöld fyrir að geta ekki tekið á þessu betur. Vonandi verður þessi frétt til þess að einhverjir fara að hugsa sinn gang.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Gaf Díegó í jólagjöf

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Heimsins stærsta hittir heimsins minnstu – „Við eigum nokkuð sameiginlegt“ 

Heimsins stærsta hittir heimsins minnstu – „Við eigum nokkuð sameiginlegt“ 
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svona er að heimsækja fanga á Litla-Hraun: Birna fer í gegnum fyrstu heimsóknina sem var bæði átakanleg en góð

Svona er að heimsækja fanga á Litla-Hraun: Birna fer í gegnum fyrstu heimsóknina sem var bæði átakanleg en góð
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fjör og flottheit á forsýningu IceGuys 2

Fjör og flottheit á forsýningu IceGuys 2