fbpx
Fimmtudagur 05.september 2024
Fókus

Vonarstjarna Norðmanna í Eurovision: Opnar sig um þunglyndi og sjálfsvígshugsanir – hættir við að koma fram í aðdraganda keppninnar

Agnete Johnsen mun flytja lagið Icebreaker á seinna undanúrslitakvöldinu

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 4. maí 2016 14:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin 21 árs Agnete Johnsen, sem mun flytja framlag Norðmanna í Eurovision í ár, hefur hætt við að koma fram á opinberum viðburðum í aðdraganda keppninnar sem fer fram í Svíþjóð í næstu viku. Ástæðan er sú að andleg veikindi eru að hrjá hana og opnar Agnete sig um baráttuna í viðtali við NRK.

Johnsen, sem bar sigur úr bítum í undankeppninni í Noregi í febrúar með lagið Icebreaker, segir að hún voni að aðdáendur sýni því skilning að hún hafi ákveðið að beina orku sinni að sjálfri keppninni, en ekki á kynningarviðburðum í tengslum við keppnina. Mun hún til dæmis ekki veita viðtöl í aðdraganda keppninnar eða koma fram á blaðamannafundum.

Johnsen sagði í viðtalinu við NRK, sem The Local vitnar til, að hún hafi lengi barist við þunglyndi og sjálfsvígshugsanir. „Ég hef glímt við andleg veikindi í mörg ár og ég get ekki alltaf haft stjórn á hugsunum mínum. Þegar það gerist þá get ég ekki tamið mér jákvætt hugarfar og fer á mjög dimman stað,“ sagði Johnsen í samtali við VG. „Það verður allt neikvætt. Þetta er algjört helvíti.“

Sagði hún að með því að draga sig til hlés í aðdraganda keppninnar séu meiri líkur á að henni takist að beina huganum að undanúrslitakvöldinu, en Agnete mun flytja framlag sitt á seinna kvöldinu, þann 12. maí. Úrslitakvöldið fer fram 14. maí.

Þeir sem standa að baki framlagi Norðmanna í Eurovision segjast virða ákvörðun Agnete og sýna henni skilning.

„Það er mikil samheldni í hópnum og við munum veita henni allan þann stuðning sem hún þarf á að halda,“ sagði hópurinn í yfirlýsingu til norskra fjölmiðla. Hér að neðan má hlusta á flutning Agnete á laginu.

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=mYnfLY0h8vY&w=560&h=315]

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ljósbrot valin á BFI London Film Festival

Ljósbrot valin á BFI London Film Festival
Fókus
Í gær

Setur spurningarmerki við háttsemi læknisins sem sagði að hún gæti ekki eignast börn – Á von á sínu öðru barni

Setur spurningarmerki við háttsemi læknisins sem sagði að hún gæti ekki eignast börn – Á von á sínu öðru barni
Fókus
Í gær

Kevin myndaði eldgosið og átti ekki von á þessu – „Ekki vera þessi manneskja“

Kevin myndaði eldgosið og átti ekki von á þessu – „Ekki vera þessi manneskja“
Fókus
Í gær

Konan mín fór í háloftaklúbbinn með öðrum en mér

Konan mín fór í háloftaklúbbinn með öðrum en mér
Fókus
Fyrir 2 dögum

Margar spurningar leituðu á hugann þegar óléttuprófið reyndist jákvætt nokkrum dögum eftir að þau komu heim af sjúkrahúsinu

Margar spurningar leituðu á hugann þegar óléttuprófið reyndist jákvætt nokkrum dögum eftir að þau komu heim af sjúkrahúsinu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fékk nóg af Hollywood eftir að Matthew Perry dó

Fékk nóg af Hollywood eftir að Matthew Perry dó
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ofurfyrirsætan hefur glímt við krabbamein í sjö ár – Fór mjög umdeilda leið í átt að bata

Ofurfyrirsætan hefur glímt við krabbamein í sjö ár – Fór mjög umdeilda leið í átt að bata
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur veit leyndarmálið á bak við betri heilsu

Ragnhildur veit leyndarmálið á bak við betri heilsu