fbpx
Fimmtudagur 05.september 2024
Fókus

Andstutt, flökurt og með svima

Sviðsreynslan kemur ekki í veg fyrir stress hjá Bryndísi Ásmundsdóttur, leik- og söngkonu

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 4. maí 2016 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Kannski má líkja þessu við að bjóða í afmæli og vera logandi hræddur um að enginn mæti.“

Þetta segir Bryndís Ásmundsdóttir, söng- og leikkona, um stressið sem fylgir því að setja upp tónleika. Þegar blaðakona nær af henni tali er hún á fullu að undirbúa minningartónleika um Amy Winehouse, sem haldnir verða í Gamla bíói á miðvikudaginn.

Það kemur kannski á óvart að þessi sviðsvana kona skuli verða andstutt, flökurt og svitna ótæpilega áður en hún kemur fram.

Orkan frá áhorfendum

„Ég alltaf mjög kvíðin áður en ég stíg á svið, sama hvað ég er að gera. Ég fæ líkamleg einkenni og er oft alveg að drepast. Geng um gólf með hjartað í hálsinum. Þegar ég er hins vegar komin upp á svið og sé áhorfendur hverfur stressið eins og dögg fyrir sólu. Það er eins og áhorfendurnir gefi mér orku sem róar mig strax. Í aðdragandanum reyni ég að sjá þetta augnablik fyrir mér, þegar ég er komin upp á svið ásamt hljómsveitinni. Það hjálpar.“

Amy líkaði vel við litla staði

Bryndís segist þó vera vel stemmd fyrir tónleika vikunnar, enda féll dagskráin vel í kramið hjá gestum sem sáu hana fyrr í vetur.

„Gamla bíó er stærri staður en Rósenberg og Græni hatturinn á Akureyri, þar sem við höfum flutt dagskrána áður. Allir staðirnir eru samt frekar litlir og henta prógramminu vel. Amy leið best á sviði í litlum klúbbum, þar sem nánd við áheyrendur var mikil og fyrir mér er það hluti af því að heiðra minningu hennar.“

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Bryndís stígur á svið Gamla bíós. Hún tók þátt í rokksöngleiknum Janis 27, sem fjallaði um ævi Janis Joplin, og uppskar Grímutilnefningu sem besta söngkonan árið 2009. „En ég kom fyrst upp á þetta svið 12 ára gömul þegar ég lék í Litla sótaranum, sem Óperan setti upp. Mér þykir svo vænt um þetta hús og alla söguna á bak við það.“

Tónleikar Bryndísar og félaga hefjast kl. 21, miðvikudagskvöldi 4. maí. Miðasala fer fram á midi.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ljósbrot valin á BFI London Film Festival

Ljósbrot valin á BFI London Film Festival
Fókus
Í gær

Setur spurningarmerki við háttsemi læknisins sem sagði að hún gæti ekki eignast börn – Á von á sínu öðru barni

Setur spurningarmerki við háttsemi læknisins sem sagði að hún gæti ekki eignast börn – Á von á sínu öðru barni
Fókus
Í gær

Kevin myndaði eldgosið og átti ekki von á þessu – „Ekki vera þessi manneskja“

Kevin myndaði eldgosið og átti ekki von á þessu – „Ekki vera þessi manneskja“
Fókus
Í gær

Konan mín fór í háloftaklúbbinn með öðrum en mér

Konan mín fór í háloftaklúbbinn með öðrum en mér
Fókus
Fyrir 2 dögum

Margar spurningar leituðu á hugann þegar óléttuprófið reyndist jákvætt nokkrum dögum eftir að þau komu heim af sjúkrahúsinu

Margar spurningar leituðu á hugann þegar óléttuprófið reyndist jákvætt nokkrum dögum eftir að þau komu heim af sjúkrahúsinu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fékk nóg af Hollywood eftir að Matthew Perry dó

Fékk nóg af Hollywood eftir að Matthew Perry dó
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ofurfyrirsætan hefur glímt við krabbamein í sjö ár – Fór mjög umdeilda leið í átt að bata

Ofurfyrirsætan hefur glímt við krabbamein í sjö ár – Fór mjög umdeilda leið í átt að bata
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur veit leyndarmálið á bak við betri heilsu

Ragnhildur veit leyndarmálið á bak við betri heilsu