fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024
Fókus

Gísli Pálmi opnar sig: Í ruglið 11 ára – Tjáir sig um árásina á Bam Margera

Braust inn til að fjármagna neysluna – „Ég vil ekki vera með neitt ofbeldi“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Þriðjudaginn 31. maí 2016 10:40

Braust inn til að fjármagna neysluna - „Ég vil ekki vera með neitt ofbeldi“

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég tala bara um mitt líf og mína reynslu. Ég tala ekki um neitt annað nema það sé mín reynsla. Það er ástæðan fyrir því hversu margir tengja við mig. Það er kannski ástæðan fyrir því að fólk tengir við mig, fólk finnur að ég er ekkert að tala um hluti sem ég veit ekki neitt um,“ sagði rapparinn Gísli Pálmi í þættinum Rapp í Reykjavík á Stöð 2. Þar ræddi hann við Dóra DNA árásina á Bam Margera. Fíkniefnaneyslu sem hófst þegar hann var einungis 11 ára og sársaukann sem fylgdi.

Gísli kveðst aðeins semja texta byggðan á eigin reynslu, hann sé ekki mikið í að hnoða saman ástarljóðum og eigi lítið sameiginlegt með rómantísku týpunni.

Árásin á Bam Margera

Þá barst talið að Bam Margera en líkt og DV greindi frá í byrjun mánaðarins mætti Margera á klakann og gaf vitnisburð á lögreglustöðinni í Reykjavík vegna líkamsárásar sem hann varð fyrir á tónlistarhátíðinni Secret Solstice á síðasta ári. Kærði hann þrjá menn vegna árásarinnar, en einn af þeim var Gísli Pálmi. Lögmaður Margera, Sveinn Andri Sveinsson staðfesti það við DV.

Málið vakti heimsathygli eftir um það var fjallað fyrst í íslenskum miðlum. Náðist myndskeið af árásinni en þar mátti sjá Margera verða fyrir nokkrum höggum, meðal annars frá Gísla Pálma.

Í þættinum segir Dóri DNA að árásin hafi orðið til þess að Gísli hafi orðið þekktur utan landsteinanna og bætti við að ekki væri hægt að setja verðmiða á þá umfjöllun sem á eftir fylgdi. Í viðtalinu skellir Gísli Pálmi upp úr og segir:

„Það eru fimm milljón manns sem horfðu á þetta vídeó, sem ég gat séð skilurðu bara á nokkrum síðum, bara á einni viku.“ Þá bætti Gísli Pálmi við: „Ég vil ekki vera með neitt ofbeldi. Ég er ekki ofbeldismaður“

Kominn í neyslu 11 ára

Gísli Pálmi opnaði sig einnig á einlægan hátt um fíkniefnaneyslu sína. Kvaðst hann hafa byrjað að lifa óhefðbundnum lífstíl aðeins 11 ára.

„Maður er löngu kominn á þann stað að vera fíkill, maður er búinn að brjótast inn úti um allt. Maður var að fjármagna neysluna sína með alls konar hætti og var með innbrotsþýfi og stolið dót.“

Bætti Gísli við að eldri strákar hefðu verið fyrirmyndir sem hann lærði af.

„Þegar ég var 15 til 16 ára gamall var ég kominn langt út af brautinni og var á kolvitlausum stað.“

Sársauki

Gísli Pálmi tjáði sig næst um sársaukann. Til að geta tjáð sig um hann á trúverðugan hátt væri nauðsynlegt að hafa upplifað hann.

„Ég er ógeðslega þakklátur að geta sagt frá þessu, ég þarf stundum að koma þessu frá mér,“ sagði Gísli og sagðist vona að hann væri að vinna í félagsmiðstöð eða á meðferðarheimili til að deila reynslu sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Umpólun Snorra?

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Aþena Sól var frelsissvipt og pyntuð en vitnið þagði – „Ég elska að sjá þig þjást“

Aþena Sól var frelsissvipt og pyntuð en vitnið þagði – „Ég elska að sjá þig þjást“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ritdómur: Óljós eftir Geir Sigurðsson

Ritdómur: Óljós eftir Geir Sigurðsson
Fókus
Fyrir 4 dögum

Skipulögð brotastarfsemi mikið áhyggjuefni

Skipulögð brotastarfsemi mikið áhyggjuefni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna