Ásgeir Trausti Einarsson hlaut Langspilið, verðlaun STEF, Sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar, við hátíðlega athöfn í lok síðustu viku. Verðlaunin hlýtur höfundur sem hefur skarað fram úr á síðastliðnu ári, að mati samtakanna. Verðlaunagripurinn er forláta íslenskt langspil sem er sérsmíðað af Jóni Sigurðssyni á Þingeyri.
Dýrð í dauðaþögn, sem kom út 2012, var sú frumraun íslensks listamanns sem hefur bæði selst mest og hraðast hér á landi.
Þetta er í annað sinn sem Langspilið er veitt.