Vekur athygli á að „snappa“ ekki og keyra
Snapchat-stjarnan Snorri Björnsson sviðsetti bílslys á Snapchat reikningi sínum í dag þar sem hann vakti athygli á því að fólk ætti ekki að „snappa“ undir stýri.
Snorri vakti fyrst athygli á Snapchat þegar hann sá um reikning fjarskiptafyrirtækisins Nova á Heimsmeistaramótinu í Crossfit í fyrra. Þá komu einnig fréttir af því þegar hann og fegurðardrottningin Manuela Ósk Harðardóttir fóru á frægt stefnumót, þar sem fylgjendur þeirra beggja fylgdust með öllu á Snapchat
Myndbandið af sviðsetta bílslysinu má sjá hér að neðan, en þar segir Snorri meðal annars eftir bílslysið:
„Það er eflaust slatti af fólki að horfa á þetta akkúrat núna undir stýri, með því áframhaldi þá gætuð þið endað svona.“
Myndbandið er hluti af verkefninu #höldumfókus, sem unnið er af Tjarnargötunni fyrir Símann og Samgöngustofu.
[youtube https://www.youtube.com/watch?v=BHvxD72ToWw?rel=0&showinfo=0&w=640&h=480]