fbpx
Föstudagur 06.september 2024
Fókus

Rúmlega árs gamall sonur Kristians bjargaði lífi hans: „Það munaði mjög litlu að ég væri ekki hér“

„Þetta er handan siðferðis. Ákvörðunin er tekin í algjöru vonleysisástandi.“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Mánudaginn 23. maí 2016 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristian Guttesen heimspekingur og ljóðskáld sendi eiginkonu sinni skilaboð og sagði henni að hann hefði tekið ákvörðun um að deyja. Hann kynnti sér hvernig ætti að hnýta hengingarhnút. Þegar hann var að leita að krók vaknaði rúmlega eins og hálfs árs gamall sonur hans og bjargaði þannig lífi hans. Þetta átti sér stað í desember síðastliðnum.

Kristian greinir frá því í samtali við Stundina að hann hafi lengi glímt við þunglyndi. Hann segir:

„Þegar þunglyndið hellist yfir mig þá upplifi ég það nánast líkamlega. Það er erfitt að útskýra það fyrir fólki sem hefur aldrei verið þunglynt, en ég á beinlínis erfitt með að hreyfa mig. Ég verð líkamlega máttlaus og megna varla að færa mig úr stað, ekki að horfa framan í aðra, tala eða hugsa.“

„Þetta er handan siðferðis. Ákvörðunin er tekin í algjöru vonleysisástandi.“

Kristan safnar nú fyrir tveimur ljóðabókum á Karolina Fund og fjallar önnur þeirra um hvernig það sé að takast á við þunglyndi og sjálfsvígshugsanir. En Kristian tjáði sig við DV fyrir skömmu:

„Það hefur lengi verið draumur minn að gefa út tvær bækur á sama tíma og segja má að reynslan af söfnuninni í fyrra, sem í allan stað var jákvæð og hvetjandi, hafi blásið mér kjarki í brjósti.“ Bækurnar, sem nú er von á, nefnast Englablóð og Hendur morðingjans.

Kristian greinir frá því að hann hafi fljótlega ákveðið að leita sér hjálpar á Landspítalanum. Þá segir hann að glíman við þunglyndi endi í raun aldrei. Það fylgi manni á leiðarenda. Á öðrum stað segir Kristian að erfitt sér að ræða þessa reynslu en það geri honum gott.

„Það munaði mjög litlu að ég væri ekki hér, að skoða hlutina frá þessu sjónarhorni. Þetta er mjög skrítin tilfinning og ég fæ hálfgert áfall þegar ég átta mig á þessu.“

TIL AÐ GÆTA

þú ertsofandi engill sólufegriátján nyrstu eldborgirnartuttugu og eitt stjörnuhrap

sofðusvona í hundrað ár og égverð hérna enn til að gæta þínþegar sólarskipin sökkva

jafnvelþegar sprengjurnar hljóðnaverð ég hérna til að gætaþín og hrekja vættir burtu

og vígreifasofðu engillinn minn í nóttá meðan nákaldir níðingarráfa um meðvitundarlausir

sofðusvona í þúsund ár og sjáðuátján nyrstu eldborgirnartuttugu og eitt stjörnuhrap

slokkna og skína eins og þú

(Úr bókunum:Litbrigðamygla, 2005;Eilífðir – Úrval ljóða 1995–2015, 2015)

Kristian bætir við að nauðsynlegt sé að opna umræðuna um þessi mál. Þá sé það styrkur að deila reynslu sinni. Þannig finnur einstaklingurinn að hann burðist ekki einn með sína erfiðu reynslu. Einnig geta ólíkar aðstæður legið að baki ákvörðun um sjálfsvíg. Stundum sé það framkvæmt af vandvirkni og þaulskipulagt en einnig getur verið um skyndiákvörðun að ræða tekna í bræðikasti með skelfilegum og óafturkræfum afleiðingum. Að hans mati er þó ekki hægt að tala um ákvörðunina um sjálfsvíg á siðferðislegum nótum eða segja til um hvort sú ákvörðun hafi verið rétt eða röng.

„Þetta er handan siðferðis. Ákvörðunin er tekin í algjöru vonleysisástandi.“

Hér má nálgast söfnunarsíðu Kristians.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ljósbrot valin á BFI London Film Festival

Ljósbrot valin á BFI London Film Festival
Fókus
Í gær

Setur spurningarmerki við háttsemi læknisins sem sagði að hún gæti ekki eignast börn – Á von á sínu öðru barni

Setur spurningarmerki við háttsemi læknisins sem sagði að hún gæti ekki eignast börn – Á von á sínu öðru barni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kevin myndaði eldgosið og átti ekki von á þessu – „Ekki vera þessi manneskja“

Kevin myndaði eldgosið og átti ekki von á þessu – „Ekki vera þessi manneskja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Konan mín fór í háloftaklúbbinn með öðrum en mér

Konan mín fór í háloftaklúbbinn með öðrum en mér
Fókus
Fyrir 2 dögum

Margar spurningar leituðu á hugann þegar óléttuprófið reyndist jákvætt nokkrum dögum eftir að þau komu heim af sjúkrahúsinu

Margar spurningar leituðu á hugann þegar óléttuprófið reyndist jákvætt nokkrum dögum eftir að þau komu heim af sjúkrahúsinu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fékk nóg af Hollywood eftir að Matthew Perry dó

Fékk nóg af Hollywood eftir að Matthew Perry dó
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ofurfyrirsætan hefur glímt við krabbamein í sjö ár – Fór mjög umdeilda leið í átt að bata

Ofurfyrirsætan hefur glímt við krabbamein í sjö ár – Fór mjög umdeilda leið í átt að bata
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ragnhildur veit leyndarmálið á bak við betri heilsu

Ragnhildur veit leyndarmálið á bak við betri heilsu