fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024
Fókus

Óttar geðlæknir: „Afskaplega leiðinlegt hvað ég hef verið misskilinn“

Gaf út bók um kynlíf í Íslendingasögum á dögunum

Ritstjórn DV
Mánudaginn 2. maí 2016 12:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mér þykir nú afskaplega leiðinlegt hvað ég hef verið misskilinn,“ sagði Óttar Guðmundsson geðlæknir, sem var gestur þeirra Mána og Frosta í þættinum Harmageddon á X-inu 977 í morgun. Vísaði Óttar til viðtals sem birtist á síðum Fréttablaðsins á dögunum.

„Hlutir eins og sorg, ástarsorg, tilvistarkreppa. Ég trúi því að við séum allt of oft að greina eitthvað sem eru kannski meira og minna eðlileg viðbrögð við ákveðnu óeðlilegu áreiti,“ sagði Óttar meðal annars í viðtalinu og bætti við: „Ég er til að mynda að tala um þessa ofnotkun á orðinu áfallastreita og áfallastreituröskun. Þetta að kalla til áfallateymi við öllu mögulegu.“

Óttar var gagnrýndur talsvert vegna þessara ummæla sinna.

Í Harmageddon í morgun sagðist hann ekki mæla gegn áfallahjálp, en hans skoðun sé að það eigi ekki að sjúkdómsvæða allt. Hann tók dæmi og spurði hvort fólk þurfi á áfallahjálp að halda ef það kviknar í öskutunnu við heimili viðkomandi. Að sögn Óttars eigi ekki að sjúkdómsvæða sorgina, en sorgin geti stundum orðið mjög óeðlileg sé hún of langdræg. Neitaði hann því að gera ætti lítið úr henni.

„Ég kom sjálfur fram í einu svona viðtali, kannski aumingi vikunnar viðtali, ég bara viðurkenni það hér og nú,“ sagði Óttar og vísar til viðtals þar sem hann kom fram og greindi frá sjálfsvígstilraunum sínum, en Óttar hefur gagnrýnt harðlega viðtöl sem birst hafa við fólk sem lent hefur í áföllum og þarfnast hjálpar.

„Er það til góðs að vera að opna sig í fjölmiðlum?“ sagði hann og vísaði sérstaklega til alkóhólista sem hann hafði kynnst þegar hann hafi unnið við áfengismeðferð. Hann segir slík viðtöl ekki hafa alltaf góð áhrif á fólk.

Óttar gaf út á dögunum bókina Frygð og fornar hetjur þar sem hann kafar djúpt í kynlíf í Íslendingasögunum. Hann segir Íslendinga geta lært margt af Íslendingasögum – til að mynda hvernig eigi að takast á við áföll.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Gaf Díegó í jólagjöf

Nýlegt

Fókus
Í gær

Alex gisti í dýrustu lúxusvillu landsins – Sjáðu hvað nóttin kostar

Alex gisti í dýrustu lúxusvillu landsins – Sjáðu hvað nóttin kostar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Magnús Ver opnar sig um áfall: „Það var verið að reyna að hnoða hann og blása“

Magnús Ver opnar sig um áfall: „Það var verið að reyna að hnoða hann og blása“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu Sigmund Davíð í trylltum dansi á skemmtikvöldi ungra Miðflokksmanna

Sjáðu Sigmund Davíð í trylltum dansi á skemmtikvöldi ungra Miðflokksmanna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Cher fékk sjokk þegar hún lét breyta nafni sínu

Cher fékk sjokk þegar hún lét breyta nafni sínu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Líflegar umræður á Matartips eftir að ostaunnandi bað um ráð

Líflegar umræður á Matartips eftir að ostaunnandi bað um ráð
Fókus
Fyrir 4 dögum

Getur ekki gleymt því sem hún sá í tölvu eiginmannsins – „Ég man það í hvert skipti sem við stundum kynlíf“

Getur ekki gleymt því sem hún sá í tölvu eiginmannsins – „Ég man það í hvert skipti sem við stundum kynlíf“