fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024
Fókus

Felix Bergsson: „Samsæriskenningar skjóta alltaf upp kollinum í Eurovision“

Friðrik Dór, Selma Björns og Hera Björk ekki Rússahatarar þó þau hafi ekki gefið laginu háa einkunn

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 18. maí 2016 17:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dagskrárgerðarmaðurinn Felix Bergsson sagði það magnað að lesa um samsæriskenningar tengdar Söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision.

Felix birti færslu á Facebook þar sem hann lýsti því yfir að hann hefði gaman að því að lesa það sem skrifað er um Eurovision á samfélagsmiðlum, sem og öðrum miðlum. „Þar er nú aðallega talað um hversu illa rússneska lagið hafi farið í kosningu dómnefnda. Það getur alveg verið að andúð á Rússum hafi stjórnað einhverju þar en það verður þó aldrei fullreynt eða sannað.“

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

„Í því sambandi er vert að minna á að lagið fékk t.d. ekki góðan dóm hjá þeim Selmu Björns, Heru Björk og Friðriki Dór í Alla leið,“ segir Felix og segir þau ekki vera „innvígða og innmúraða Rússahatara.“

Hann segir dómarana sem velji lögin fyrir hvert land vera atvinnumenn sem hafi skoðun á tónlist. Þá nefnir hann sem dæmi að Pólland hafi ekki skorað hátt hjá dómnefndunum – 7 stig, og spyr hvort ætti þá að kalla dómarana Póllandshatara.

„Best finnst mér að margir þeirra sem gagnrýna keppnina hvað mest afhjúpa mikla vanþekkingu, t.d. um hvernig röð laga er ákveðin eða hvers vegna tónlistin verður að vera af bandi, og viðurkenna svo í næstu setningu að þeir nenni ekki að horfa, jú nema á Justin Timberlake,“ greinir hann frá og segir þá sem tali svona spá Eurovision dauða.

Felix segir Eurovision ekki vera fullkominn viðburð og hann verði það aldrei. Hann segir að menn verði að reyna að sneiða hjá pólitík en það takist ekki alltaf. Fókusinn vill hann að sé á tónlistinni og listamönnum, það takist þó ekki alltaf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Umpólun Snorra?

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Skipulögð brotastarfsemi mikið áhyggjuefni

Skipulögð brotastarfsemi mikið áhyggjuefni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna
Fókus
Fyrir 5 dögum

Dularfull eftirlýsing lögreglunnar á Norðurlandi vestra vekur athygli – „Ætlið þið að vera með skemmtiatriði hjá þeim sem svara?“

Dularfull eftirlýsing lögreglunnar á Norðurlandi vestra vekur athygli – „Ætlið þið að vera með skemmtiatriði hjá þeim sem svara?“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“