Davíð Oddsson, fyrrverandi borgarstjóri, forsætisráðherra, utanríkisráðherra, seðlabankastjóri og ritstjóri Morgunblaðsins, opnaði kosningaskrifstofu sína vegna forsetaframboðs um helgina. Skrifstofan er til húsa að Grensásvegi 10, en fjöldi manna og kvenna lögðu leið sína þangað í tilefni formlegrar opnunar.
Létu sig ekki vanta Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, og Kristín Pálsdóttir.
Mættir til foringjans Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, og Birgir Ármannsson alþingismaður.
Bróðir Davíðs Runólfur Oddsson, hálfbróðir frambjóðandans, í forgrunni.
Svöl í rauðu leðri Unnur Guðjónsdóttir, oft kennd við Kínaklúbb Unnar, mætti á opnunina.