Hljómsveitarmeðlimir miður sín
Söngvari hljómsveitarinnar Red Hot Chili Peppers, Anthony Kiedis gat ekki komið fram á tónleikum sveitarinnar í gær vegna veikinda. Tónleikunum var aflýst þar sem Kiedis neyddist til að leggjast inn á spítala.
„Anthony er á leið á sjúkrahús núna,“ sagði Flea, bassaleikari sveitarinnar í myndbandi sem birt var á samfélagsmiðlum.
„Við erum niðurbrotnir en því miður neyddist hann að leita til læknis og við verðum að vinna eftir því,“ bætti hann við.
Sad news- Flea announces that #rhcp lead singer #anthonykiedis been rushed to the hospital tonight. Concert canceled pic.twitter.com/mb89mFJs8j
— Michael Castner (@MichaelCastner) May 15, 2016
//platform.twitter.com/widgets.js
Trommari sveitarinnar, Chad Smith tjáði sig líka um uppákomuna þar sem hann sagði enga vera leiðari yfir uppákomunni en þá sjálfa og sendi um leið batakveðjur til félaga síns.
NO one's more disappointed than us that we couldn't perform tonight. Sending love and a speedy recovery to my brother Anthony.
— Chad Smith (@RHCPchad) May 15, 2016