Einföldustu 3 kúlur sem ég hef eignast
Ólafur Geir Jónsson, eða DJ Óli Geir sem er hvað þekktastur fyrir að skipuleggja Keflavík Music Festival græddi vel á sigri Úkraínu í Eurovision.
Afþreyingarmiðillinn Menn.is greinir frá því að Óli Geir hafi veðjað tæplega 180 þúsund krónum á að Jamala myndi sigra með lagið 1944 fyrir hönd Úkraínu.
Veðmálið hjá Óla Geir gekk upp og græddi hann 17.000 pund eða rúmar 3 milljónir króna.
Óli Geir segir á Facebook:
„Takk fyrir free cash Ukraine, henti 1000 pundum á win og fékk 17.000 pund til baka. Einföldustu 3 kúlur sem ég hef eignast. Dj inn með þetta. Rússland hvað.“