fbpx
Föstudagur 06.september 2024
Fókus

Sigga Kling í vanda

Fundarlaun og gott karma í boði

Ritstjórn DV
Laugardaginn 14. maí 2016 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigga Kling, er þekkt fyrir óvenju litríkan klæðaburð, ekki síður en spádómsgáfu sína. Hún biðlar nú til þjóðarinnar að hjálpa sér að finna forláta peysu sem týndist á dularfullan hátt fyrir ári.

„Þetta atvikaðist þannig að ég var að skemmta í gæsapartíi í mjög huggulegum bústað í Grímsnesi. Þegar ég var á heimleið uppgötvaði ég að peysan var ekki í bílnum. Ég hringdi í þessar góðu stúlkur og viti menn, peysan var á staðnum og lofuðu þær að koma henni í Hafnarfjörð eftir dvölina í Grímsnesi.“

Peysan, sem er eftir Írisi Eggertsdóttur fatahönnuð, virðist þó hafa horfið einhvers staðar á milli Grímsness og Hafnarfjarðar. „Mér kemur ekki til hugar að neinn hafi stolið henni af galdranorn eins og mér, frekar að hún hafi endað einhvers staðar alveg óvart. Kannski lenti hún á milli þilja í Grímsnesinu, og kannski inni í geymslu hjá einhverjum í Hafnarfirði. Því miður er ég ekki nógu góð spákona til að sjá nákvæmlega hvar hún er. Það er að minnsta kosti enginn að nota hana, til þess er hún allt of áberandi.“

Síðan peysan týndist hafa engar vísbendingar borist um niðurlög hennar. Þrátt fyrir að Sigga hafi, ásamt velviljuðum vinum, stofnað facebook-hópinn „Dularfulla peysumálið“. „Það getur verið að þeim sem óvart tók peysuna hafi líka fundist þetta orðið of vandræðalegt, þar sem búið var að stofna facebook hóp. En mér þætti svo vænt um að fá peysuna til baka, hún er einn fárra veraldlegra hluta í eigu minni sem ég ber tilfinningar til. Líklega er það vegna þess að mér þykir svo vænt um hana Írisi sem bjó hana til. Ef ég endurheimti peysuna verð ég svo glöð að ég mun halda sérstakan peysudag.“

Eins og sést á myndinni er peysan í öllum regnbogans litum og hekluð úr lopa. Hafi lesendur upplýsingar um hana eru þeir beðnir að hringja í Siggu Kling í síma 8990889. Sigga býður fundarlaun og gott karma, þeim sem kann að leysa þetta dularfulla mál.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ljósbrot valin á BFI London Film Festival

Ljósbrot valin á BFI London Film Festival
Fókus
Í gær

Setur spurningarmerki við háttsemi læknisins sem sagði að hún gæti ekki eignast börn – Á von á sínu öðru barni

Setur spurningarmerki við háttsemi læknisins sem sagði að hún gæti ekki eignast börn – Á von á sínu öðru barni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kevin myndaði eldgosið og átti ekki von á þessu – „Ekki vera þessi manneskja“

Kevin myndaði eldgosið og átti ekki von á þessu – „Ekki vera þessi manneskja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Konan mín fór í háloftaklúbbinn með öðrum en mér

Konan mín fór í háloftaklúbbinn með öðrum en mér
Fókus
Fyrir 2 dögum

Margar spurningar leituðu á hugann þegar óléttuprófið reyndist jákvætt nokkrum dögum eftir að þau komu heim af sjúkrahúsinu

Margar spurningar leituðu á hugann þegar óléttuprófið reyndist jákvætt nokkrum dögum eftir að þau komu heim af sjúkrahúsinu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fékk nóg af Hollywood eftir að Matthew Perry dó

Fékk nóg af Hollywood eftir að Matthew Perry dó
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ofurfyrirsætan hefur glímt við krabbamein í sjö ár – Fór mjög umdeilda leið í átt að bata

Ofurfyrirsætan hefur glímt við krabbamein í sjö ár – Fór mjög umdeilda leið í átt að bata
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ragnhildur veit leyndarmálið á bak við betri heilsu

Ragnhildur veit leyndarmálið á bak við betri heilsu