fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
Fókus

Hallfríður er hundrað ára og hefur hvorki verið í leikfimi né borðað heilsufæði

„Hef alltaf drukkið mjólk og borðað súrt og saltað og reykt og mikið af því“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 12. maí 2016 10:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Siglfirðingurinn Hallfríður Nanna Franklínsdóttir er hundrað ára gömul í dag. Í Morgunblaðinu segir Hallfríður að hún hafi hvorki borðað heilsufæði né stundað leikfimi á þeim hundrað árum sem hún hefur lifað.

Hallfríður Nanna, sem kölluð er Nanna, fæddist í torfbæ að Litla-Fjarðarhorni í Kollafirði í Strandasýslu þann 12. maí árið 1916. „Hún er alltaf sjálfri sér lík, hún Nanna, tekur sjálfa sig ekki of hátíðlega, kemur til dyranna eins og hún er klædd, er skörp í orðaskiptum, hnyttin, skýr í huga, heldur sínu striki og er bara hún sjálf,“ kemur fram í Morgunblaðinu. Nanna kemur úr stórri fjölskyldu, en foreldrar hennar eignuðust 13 börn. Þrjú þeirra eru enn á lífi.

Aðspurð hvernig heilsan sé, segir hún hana alltaf hafa verið góða. „Ég fór reyndar að eiga erfitt með tal fyrir um þremur árum og mér fannst það leiðinlegt, því ég þarf svo mikið að tala,“ segir Nanna í samtali við Morgunblaðið.

„Ég hef aldrei borðað hollustufæði eða verið í leikfimi eða neinu slíku, hef alltaf drukkið mjólk og borðað súrt og saltað og reykt og mikið af því, þennan kjarngóða mat sem þjóðin ólst upp við í gegnum aldirnar og svo drakk maður mysuna og slátursýruna út í eitt,“ segir Nanna.

„Ég finn aldrei til, hef alltaf verið heilsuhraust í gegnum ævina. Alltaf. Ég er nú hrædd um það,“ segir Nanna að lokum í samtali við Morgunblaðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg
Fókus
Fyrir 2 dögum

Áfallið þegar hún komst að því að Steven Tyler væri pabbi hennar

Áfallið þegar hún komst að því að Steven Tyler væri pabbi hennar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Pedro Pascal sýndi trans konum stuðning í afmælinu sínu

Pedro Pascal sýndi trans konum stuðning í afmælinu sínu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nína fór í matarbúð í Portúgal og tók eftir miklum mun – „Verðlag á Íslandi er óþarflega hátt“

Nína fór í matarbúð í Portúgal og tók eftir miklum mun – „Verðlag á Íslandi er óþarflega hátt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Valli notaði stjórnsemi til að reyna að laga son sinn – „Endalaus óbein skilaboð um að ég elskaði hann ekki og að hann væri ekki nógu góður“

Valli notaði stjórnsemi til að reyna að laga son sinn – „Endalaus óbein skilaboð um að ég elskaði hann ekki og að hann væri ekki nógu góður“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ingunni var nauðgað en hún bar harm sinn í hljóði – „Ég var að drekka og fann fyrir mikilli skömm“

Ingunni var nauðgað en hún bar harm sinn í hljóði – „Ég var að drekka og fann fyrir mikilli skömm“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Villtar játningar, dónalegir draumar og fullnægjandi fantasíur í játningarklefanum

Villtar játningar, dónalegir draumar og fullnægjandi fantasíur í játningarklefanum