fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Fókus

Hallfríður er hundrað ára og hefur hvorki verið í leikfimi né borðað heilsufæði

„Hef alltaf drukkið mjólk og borðað súrt og saltað og reykt og mikið af því“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 12. maí 2016 10:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Siglfirðingurinn Hallfríður Nanna Franklínsdóttir er hundrað ára gömul í dag. Í Morgunblaðinu segir Hallfríður að hún hafi hvorki borðað heilsufæði né stundað leikfimi á þeim hundrað árum sem hún hefur lifað.

Hallfríður Nanna, sem kölluð er Nanna, fæddist í torfbæ að Litla-Fjarðarhorni í Kollafirði í Strandasýslu þann 12. maí árið 1916. „Hún er alltaf sjálfri sér lík, hún Nanna, tekur sjálfa sig ekki of hátíðlega, kemur til dyranna eins og hún er klædd, er skörp í orðaskiptum, hnyttin, skýr í huga, heldur sínu striki og er bara hún sjálf,“ kemur fram í Morgunblaðinu. Nanna kemur úr stórri fjölskyldu, en foreldrar hennar eignuðust 13 börn. Þrjú þeirra eru enn á lífi.

Aðspurð hvernig heilsan sé, segir hún hana alltaf hafa verið góða. „Ég fór reyndar að eiga erfitt með tal fyrir um þremur árum og mér fannst það leiðinlegt, því ég þarf svo mikið að tala,“ segir Nanna í samtali við Morgunblaðið.

„Ég hef aldrei borðað hollustufæði eða verið í leikfimi eða neinu slíku, hef alltaf drukkið mjólk og borðað súrt og saltað og reykt og mikið af því, þennan kjarngóða mat sem þjóðin ólst upp við í gegnum aldirnar og svo drakk maður mysuna og slátursýruna út í eitt,“ segir Nanna.

„Ég finn aldrei til, hef alltaf verið heilsuhraust í gegnum ævina. Alltaf. Ég er nú hrædd um það,“ segir Nanna að lokum í samtali við Morgunblaðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 22 klukkutímum

Allt fór á hliðina um helgina þegar Lína Birgitta var sökuð um að herma eftir íslensku merki: „Það sem ég ætla að gera núna er að sýna ykkur staðreyndir“

Allt fór á hliðina um helgina þegar Lína Birgitta var sökuð um að herma eftir íslensku merki: „Það sem ég ætla að gera núna er að sýna ykkur staðreyndir“
Fókus
Í gær

„Ég hef séð ótrúlegan árangur af þessum meðferðum“

„Ég hef séð ótrúlegan árangur af þessum meðferðum“
Fókus
Í gær

James Van Der Beek greindur með ristilkrabbamein

James Van Der Beek greindur með ristilkrabbamein
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gunnar var hársbreidd frá því að drepa fimm manns á föstudaginn – „Sjálfur í sjokki og fullur iðrunar“

Gunnar var hársbreidd frá því að drepa fimm manns á föstudaginn – „Sjálfur í sjokki og fullur iðrunar“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kylie Jenner kviknakin – Fékk lof frá leikkonunni

Kylie Jenner kviknakin – Fékk lof frá leikkonunni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Netflix-serían sem er sögð vera bara fyrir fólk með háa greindarvísitölu

Netflix-serían sem er sögð vera bara fyrir fólk með háa greindarvísitölu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þorvaldur missti föður og tengdaföður með nokkurra mánaða millibili – „Ekki enn búinn að ná að fara í gegnum sorgina almennilega“

Þorvaldur missti föður og tengdaföður með nokkurra mánaða millibili – „Ekki enn búinn að ná að fara í gegnum sorgina almennilega“