fbpx
Fimmtudagur 05.september 2024
Fókus

Fékk rangt barn í hendurnar á Landspítalanum: „Víst er þetta sonur þinn“

Umrætt atvik átti sér stað fyrir 29 árum en rifjaðist upp fyrir Edith þegar fjölmiðlar greindu frá því að afi á Akureyri tók rangt barn með sér heim.

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 12. maí 2016 14:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Víst er þetta sonur þinn Edith mín,“ sagði ljósmóðir á Landspítalanum við Edith Alvarsdóttur sem svaraði: „Nei, ég á ekki þetta barn og ég fann hvernig tárin þrýstust fram.“ Umrætt atvik átti sér stað fyrir 29 árum en rifjaðist upp fyrir Edith þegar fjölmiðlar greindu frá því að afi á Akureyri tók rangt barn með sér heim. Edith opnaði sig fyrst á Facebook en í samtali við DV segir hún:

„Það skutust gamlar minningar upp kollinum í gær.“ Hún lýsir umræddu atviki á þessu leið.

Sjá nánar:Uppnám á Akureyri: Afinn fór heim með rangt barn af leikskólanum

„Hún tók drenginn og lagði hann í fang mér og ég fann hvernig örvæntingin var að ná tökum á mér og sagði: „Ég á ekkert í þessu barni. Hann er ekki einu sinni líkur syni mínum.“ Þá svaraði hún að ég væri þreytt eftir erfiða fæðingu og lagði þunga áherslu á að um barnið mitt væri að ræða.

Edith segist hafa horft á barnið í fangi sér og upplifað að hún væri stödd í martröð.

„Ég á ekkert í þessu barni og ég hafði enga tengingu við það,“ greinir hún frá, og segist síðan hafa lagt barnið á rúmið, brotnaði saman og hágrét. Ósjálfrátt hafi það skotist upp í koll hennar að hún væri að verða veik á geði.

„Hvernig mátti þetta vera, í huga mér var sonur minn fastmótaður, með mikið svart hár og stór svört augu. Þessi var eins og lítið lukkutröll. Yndislegur með mikið nánast hvítt hár sem stóð í allar áttir,“ segir hún.

Þá segir Edith að skömmu síðar hafi tvær ljósmæður komið inn í herbergið og þær hafi reynt að sannfæra hana um að barnið væri hennar en hún hafi neitað að gefa sig þrátt fyrir að þær hafi sagt að stundum ættu mæður erfitt með að tengjast börnum sínum. Eftir að þær voru farnar grandskoðaði hún barnið í annað sinn. Þá hafi hún farið að velta fyrir sér að hún væri orðin rugluð og drengurinn hennar eins og hún mundi eftir honum þegar hann kom í heiminn hafi verið draumur.

„Nei, ég átti ekki þetta barn,“ hugsaði hún og eftir nokkurra stund segist hún hafa spurt eftir því hvort móðursystir sín væri að vinna og í kjölfarið hafi orðið uppi fótur og fit á fæðingardeildinni „enda sú kona þekkt á deildinni svo nú var eins gott að hafa hlutina á hreinu,“ segir hún. Þá hafi í kjölfarið komið í ljós að sonur hennar hafi verið kominn í útiföt og var á leiðinni heim með annarri konu. Edith segir að lokum:

„Ég get ekki hugsað þá hugsun til enda ef þau hefðu verið búin að yfirgefa spítalann og ég setið uppi með barn sem ég var fullviss um að ég ætti ekki.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ljósbrot valin á BFI London Film Festival

Ljósbrot valin á BFI London Film Festival
Fókus
Í gær

Setur spurningarmerki við háttsemi læknisins sem sagði að hún gæti ekki eignast börn – Á von á sínu öðru barni

Setur spurningarmerki við háttsemi læknisins sem sagði að hún gæti ekki eignast börn – Á von á sínu öðru barni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kevin myndaði eldgosið og átti ekki von á þessu – „Ekki vera þessi manneskja“

Kevin myndaði eldgosið og átti ekki von á þessu – „Ekki vera þessi manneskja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Konan mín fór í háloftaklúbbinn með öðrum en mér

Konan mín fór í háloftaklúbbinn með öðrum en mér
Fókus
Fyrir 2 dögum

Margar spurningar leituðu á hugann þegar óléttuprófið reyndist jákvætt nokkrum dögum eftir að þau komu heim af sjúkrahúsinu

Margar spurningar leituðu á hugann þegar óléttuprófið reyndist jákvætt nokkrum dögum eftir að þau komu heim af sjúkrahúsinu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fékk nóg af Hollywood eftir að Matthew Perry dó

Fékk nóg af Hollywood eftir að Matthew Perry dó
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ofurfyrirsætan hefur glímt við krabbamein í sjö ár – Fór mjög umdeilda leið í átt að bata

Ofurfyrirsætan hefur glímt við krabbamein í sjö ár – Fór mjög umdeilda leið í átt að bata
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ragnhildur veit leyndarmálið á bak við betri heilsu

Ragnhildur veit leyndarmálið á bak við betri heilsu