fbpx
Fimmtudagur 05.september 2024
Fókus

Veðbankar bjartsýnir: Spá því að íslenska lagið fari áfram – góð stemning í Stokkhólmi

Yfir hundrað Íslendingar í höllinni í kvöld

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 10. maí 2016 10:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eurovision-farinn Greta Salome Stefánsdóttir mun stíga á svið í Ericsson-höllinni í Stokkhólmi í Svíþjóð í kvöld fyrir hönd Íslands í Söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva.

Í samtali við DV segir Hildur Tryggvadóttir Flóvenz, ritari FÁSES, félags áhugafólks um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, mikla stemningu vera fyrir kvöldinu í Stokkhólmi, þar sem hún er stödd.

„Ég er viss um að þau fari áfram. Þetta lítur vel út, bæði í höllinni og í sjónvarpinu,“ segir Hildur. Aðspurð hvort hún sé sjálf á leið í höllina í kvöld, segir hún svo ekki vera. „Ég hef verið að fylgjast með æfingum og þetta lítur allt virkilega vel út,“ sagði Hildur og er vongóð um að Greta Salome komist úr undankeppninni og muni keppa á laugardaginn.

Hildur er í Svíþjóð og hefur góða tilfinningu fyrir kvöldinu. Hún er stjórnarmaður í FÁSES.
Hildur Tryggvadóttir Flóvenz. Hildur er í Svíþjóð og hefur góða tilfinningu fyrir kvöldinu. Hún er stjórnarmaður í FÁSES.

Aðspurð hvort FÁSES standi fyrir Eurovision-fögnuði hér heima segir hún ekki svo vera. „Íslendingar vilja alltaf vera með sín eigin partý og vilja vera með sínu fólki,“ segir Hildur, en segir að FÁSES standi fyrir uppákomu í Mosabacke í Stokkhólmi, þar sem verður að finna ekta íslenskt Eurovision-partý. Að sögn Hildar telur hún að yfir hundrað Íslendingar séu á leið í höllina í kvöld, því sé líklegt að áhorfendur muni sjá íslenska fánann í salnum.

Veðbankar virðast vera nokkuð jákvæðir í okkar garð, en samkvæmt vefsíðunni Eurovisionworld.com mun íslenska lagið komast upp úr undankeppninni í kvöld og keppa á laugardaginn. Veðbankar veðja einnig á að íslenska lagið muni lenda í sextánda sæti í aðalkeppninni á laugardag, ef lagið kemst áfram. Þegar Greta tók þátt í keppninni árið 2012 með lagið „Mundu eftir mér“ þar sem hún kom fram ásamt Jónsa, lenti hún í tuttugasta sæti.

Ef marka má tölur veðbankanna er Rússlandi spáð sigri, Úkraína er sögð lenda í öðru sæti og Frakkland í því þriðja. San Marínó mun lenda á botninum samkvæmt veðbönkum. Enn fremur má sjá að eina Norðurlandaþjóðin sem nær inn á topp tíu listann er Svíþjóð, en Svíum er spáð einu af efstu fimm sætunum. Sjáðu listann hér

Fyrir þá sem enn eiga eftir að kynna sér lögin í keppninni í ár, geta gert það hér að neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Casemiro fer ekki fet
Fókus
Í gær

Ljósbrot valin á BFI London Film Festival

Ljósbrot valin á BFI London Film Festival
Fókus
Í gær

Setur spurningarmerki við háttsemi læknisins sem sagði að hún gæti ekki eignast börn – Á von á sínu öðru barni

Setur spurningarmerki við háttsemi læknisins sem sagði að hún gæti ekki eignast börn – Á von á sínu öðru barni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kevin myndaði eldgosið og átti ekki von á þessu – „Ekki vera þessi manneskja“

Kevin myndaði eldgosið og átti ekki von á þessu – „Ekki vera þessi manneskja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Konan mín fór í háloftaklúbbinn með öðrum en mér

Konan mín fór í háloftaklúbbinn með öðrum en mér
Fókus
Fyrir 2 dögum

Margar spurningar leituðu á hugann þegar óléttuprófið reyndist jákvætt nokkrum dögum eftir að þau komu heim af sjúkrahúsinu

Margar spurningar leituðu á hugann þegar óléttuprófið reyndist jákvætt nokkrum dögum eftir að þau komu heim af sjúkrahúsinu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fékk nóg af Hollywood eftir að Matthew Perry dó

Fékk nóg af Hollywood eftir að Matthew Perry dó
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ofurfyrirsætan hefur glímt við krabbamein í sjö ár – Fór mjög umdeilda leið í átt að bata

Ofurfyrirsætan hefur glímt við krabbamein í sjö ár – Fór mjög umdeilda leið í átt að bata
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ragnhildur veit leyndarmálið á bak við betri heilsu

Ragnhildur veit leyndarmálið á bak við betri heilsu