„Ég er algjörlega stúmm, gapandi, þetta er stórmerkilegt!“
„Ég reyndi að eyða tilveru minni á Feisbúkk en kunni það ekki, svo ég sat útá tröppum sem oftar og lét himinninn hrynja yfir mig, eitt tár kom í krókinn, ég sá Fed Ex bíl þvælast um í götunni, já það voru aðrir en ég sem fengu pakka, þá sá ég póstinn koma gangandi heim stíginn,“ segir Elísabet Jökulsdóttir rithöfundur og forsetaframbjóðandi á Facebook-síðu sinni en sagðist hún fyrst í stað hafa fengið tilboð frá Hollywood.
Hún greinir frá því að hún hafi verið við það að gefast upp á framboðinu og hafa samband við fjölmiðla. Þá gagnrýnir hún og segir þá aðeins hafa áhuga á þremur köllum, Davíð, Guðna og Andra Snæ. En þá barst bréf frá Hollywood og hljóp henni þá kapp í kinn. Henni var rétt bréf og sagði Elísabet:
„ … þið trúið því aldrei en þetta var samningur frá Hollywood, það er verið að gera handrit um íslenska konu, einstæða móður, öryrki, með geðhvörf og alkóhólisma, átta barna amma, hugsuður, verðlaunaskáld, öræfablóm, hún hefur búið í Töfrahúsinu sínu í 25 ár og hefur boðið sig fram til forseta Íslands, þarf að berjast við ýmsa púka í hausnum á sér, ný laus úr ofbeldissambandi, er forsetaframboðið nýtt ofbeldissamband eða frelsun, fjölmiðlar hafa engan áhuga á henni en hvað gerist þegar hún fær tilboð frá Hollywood – ég er algjörlega stúmm, gapandi, þetta er stórmerkilegt, stórstórmerkilegt!“
Í viðtali við Mbl.is greinir skáldkonan frá því að hún hafi fært í stílinn. Henni hafi borist undirskrift frá vinkonu sinni í Hollywood en þar starfar okkar besti klippari, Elísabet Rónaldsdóttir. Þar kemur ennfremur fram að Elísabet sé nú hálfnuð í að safna undirskriftum þeim sem til þarf til að geta gefið kost á sér.