fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024
Fókus

Femínísk ofurhetja á Instagram

Gloria Steinem er mætt á samfélagsmiðilinn

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 1. maí 2016 23:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hún er kannski ekki komin með eins marga fylgjendur og litli Íslandsvinurinn Justin Bieber, eða krúttið hún Taylor Swift, en Gloria Steinem er að minnsta kosti komin á Instagram.

Kannski mundi þetta breyta einhverju!
Gott markmið Kannski mundi þetta breyta einhverju!

Þessi femíníska ofurhetja hefur barist ötullega fyrir jafnrétti kynjanna síðustu áratugina, en hún var ein upphafskvenna hinnar femínísku bylgju sem reið yfir Bandaríkin í lok sjöunda áratugarins.

Þessa birti Gloria til heiðurs vinkonu sinni og baráttusystur Eleanor Holmes Norton.
Ein gömul og góð Þessa birti Gloria til heiðurs vinkonu sinni og baráttusystur Eleanor Holmes Norton.

Í dag er Gloria 82 ára gömul og ferðast um heiminn sem talskona jafnréttis. Á þeim tveimur vikum sem liðnar eru síðan hún birti fyrstu myndina á Instagram hefur hún safnað 7.355 fylgjendum. Sjálf fylgir Gloria 60 notendum, en þar á meðal eru Barack Obama, Hillary Clinton, Beyoncé, Amy Schumer og Lena Dunham.

Flestir ættu að geta fylkt sér á bak við þessa staðhæfingu!
Ójá! Flestir ættu að geta fylkt sér á bak við þessa staðhæfingu!

Það verður spennandi að sjá hvernig þessi merka baráttukona á eftir að nýta samfélagsmiðilinn til að koma boðskap um kvenfrelsi og réttlæti á framfæri.

Það er heilög skylda allra kattaeigenda að birta myndir af þeim á Instagram. Gloria er þar engin undantekning.
Kisi Það er heilög skylda allra kattaeigenda að birta myndir af þeim á Instagram. Gloria er þar engin undantekning.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Gaf Díegó í jólagjöf

Nýlegt

Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – Athyglissjúk stjörnuhjón og bótox

Vikan á Instagram – Athyglissjúk stjörnuhjón og bótox
Fókus
Í gær

Aþena Sól var frelsissvipt og pyntuð en vitnið þagði – „Ég elska að sjá þig þjást“

Aþena Sól var frelsissvipt og pyntuð en vitnið þagði – „Ég elska að sjá þig þjást“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segist vera konan sem Tommy Fury hélt framhjá með og segir þessa mynd sanna það

Segist vera konan sem Tommy Fury hélt framhjá með og segir þessa mynd sanna það
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nær óþekkjanleg Ellen DeGeneres á pöbb í Bretlandi

Nær óþekkjanleg Ellen DeGeneres á pöbb í Bretlandi