fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fókus

„Það er ekki tabú að biðja um hjálp“

Einar tók ákvörðun um að vera opinn um veikindi sín

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 3. apríl 2016 10:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einar Áskelsson þjáist af krónískri áfallastreituröskun (Complex Post Traumatic Stress Disorder) og kulnun (burnout). Það sést ekki utan á honum, frekar en mörgum öðrum sem stríða við geðraskanir. Hann er snyrtilegur og hress og kemur vel fyrir sig orði. Ragnheiður Eiríksdóttir blaðamaður hitti Einar í einlægu spjalli um missi lífsgæða sem flestir telja sjálfsögð, ofsakvíða og ótta, og afleiðingar áfalla í æsku.

Í ágúst í fyrra upplifði Einar versta tíma lífs síns. Hann fór að meðatali í gegnum 2–4 ofsakvíðaköst á dag. Eitt kast gat staðið yfir upp í þrjá klukkutíma. „Það sem gerist í þessum köstum er að undirmeðvitundin lætur mig endurupplifa sársauka áfalla úr barnæsku,“ segir Einar.

Batinn byrjar

Í samvinnu við sálfræðinginn setti Einar upp bataplan sem hófst í september í fyrra. Síðan þá hefur ofsakvíða- og óttaköstum farið fækkandi jafnt og þétt. Hann fékk síðast kast í október.

Frá því þá hefur Einar eingöngu einbeitt sér að batanum. Varnar- og orkukerfi líkamans var hrunið og hann þoldi ekkert álag né streitu. „Fyrstu tvo mánuðina átti ég ekkert að gera nema að ná ró. Forðast alla spennu og samskipti við fólk sem gæti valdið mér spennu. Þetta varð mér meiri háttar erfitt enda er ég kraftmikill, ör og drífandi að eðlisfari. Ég ætlaði fyrst að taka einn dag í einu, eins og kennt er í 12 spora kerfinu, en sá fljótlega að það hentaði mér betur að skipta deginum í þrennt, morgun, eftirmiðdegi og kvöld. Daglega fer ég í gönguferðir og hugleiði, og hvern dag byrja ég á að spila á gítar. Ég er líka duglegur að skrifa og hef birt nokkra pistla um reynslu mína. Ég tók meðvitaða ákvörðun um að vera opinn um mín veikindi.

Við að opna mig fékk ég ómældan stuðning frá vinum og vandamönnum sem ég hafði ekki heyrt í í mörg ár. Guð blessi þetta fólk. Æskuvinur minn hringdi sérstaklega í mig og hann nefndi setningu sem ég gleymi aldrei. „Það vill svo til, Einar, að þú hefur sáð góðum fræjum hér og þar í gegnum tíðina og núna ertu að uppskera í formi stuðnings.

Það er ekki tabú að biðja um hjálp. Það er ekki merki um veikleika heldur styrkleika manneskjunnar.

Ég hef aldrei verið eins þakklátur í lífinu og nú. Ég er ekki bitur eða reiður. Ég hef í 6 mánuði unnið markvisst í að fyrirgefa öðrum en ekki síst sjálfum mér. Ég lít á að ég eigi bara einn möguleika. Að nýta þessa reynslu til að verða betri manneskja. Löngunin til að verða betri manneskja er svo mikil, það er sársaukans virði. Þegar maður er búinn að missa allt og nærri sjálfan sig fyllist maður auðmýkt og gildismatið verður annað í kjölfarið. Þess vegna þakka ég fyrir á hverjum morgni og kvöldi. Það er ekki sjálfsagt að vera til og geta þó gert það sem ég get gert í dag.“

Að lokum spyr ég Einar hvort hann eigi einhver ráð handa þeim sem ef til vill finna sig í frásögn hans. Það stendur ekki á svarinu: „Gefast upp og hafa auðmýkt til að biðja um hjálp. Það er ekki tabú að biðja um hjálp. Það er ekki merki um veikleika heldur styrkleika manneskjunnar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Davíð lýsir martraðarkenndri læknismeðferð í Svíþjóð – „Ég var í einhverjum svaka slag í hausnum á mér að reyna að lifa þetta af“

Davíð lýsir martraðarkenndri læknismeðferð í Svíþjóð – „Ég var í einhverjum svaka slag í hausnum á mér að reyna að lifa þetta af“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Leikkonan harðlega gagnrýnd eftir að hún deildi söfnun fjölskyldumeðlims – Segir gagnrýnendum að fokka sér

Leikkonan harðlega gagnrýnd eftir að hún deildi söfnun fjölskyldumeðlims – Segir gagnrýnendum að fokka sér
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hafa miklar áhyggjur af Katie Price eftir að hún birti nýtt myndband – „Einhver þarf að hjálpa henni“

Hafa miklar áhyggjur af Katie Price eftir að hún birti nýtt myndband – „Einhver þarf að hjálpa henni“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Birti mynd af nánast nöktum líkama eiginkonunnar – Netverjar í áfalli og segja ekki öruggt að skoða hana í vinnunni

Birti mynd af nánast nöktum líkama eiginkonunnar – Netverjar í áfalli og segja ekki öruggt að skoða hana í vinnunni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Birti óhugnanlegt myndband um „frábæra“ fyrrverandi eiginmanninn sem myrti hana stuttu síðar

Birti óhugnanlegt myndband um „frábæra“ fyrrverandi eiginmanninn sem myrti hana stuttu síðar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Aron var handtekinn af fjórum lögreglumönnum, sprautaður niður og fluttur á Landspítalann – Greindur með sjaldgæfan sjúkdóm í kjölfarið

Aron var handtekinn af fjórum lögreglumönnum, sprautaður niður og fluttur á Landspítalann – Greindur með sjaldgæfan sjúkdóm í kjölfarið