Bregður sér í líki þekktustu skemmtikrafta landsins
Ljóst er hæfileikar söngvarans Eyþórs Inga liggja á fleiri stöðum en á tónlistarsviðinu. Meðfylgjandi myndband birti Eyþór á Facebook síðu sinni fyrr í dag en þar bregður hann sér í líki ýmissa þekktra Íslendinga með aðstoð Snapchat forritsins.
Eyþór hefur áður vakið athygli fyrir eftirhermuhæfileika sína og er skemmst að minnast þess þegar hann kom að sjö eftirhermum á 48 sekúndum í auglýsingu fyrir Fleetwood Mac tónleika, en frá því var greint í frétt Nútímans í október 2014. Brá Eyþór sér þar meðal annars í líki Jakobs Frímanns, Björns Jörunds og Gylfa Ægissonar.
Á myndbandinu hér fyrir neðan má meðal annars sjá hann herma eftir Páli Óskari, Hilmi Snæ, Agli Ólafssyni, Ragga Bjarna og Högna Egilssyni auk fleiri góðkunnra skemmtikrafta. Sjón er sögu ríkari.