fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Fókus

Prince er látinn

Fannst látinn á heimili sínu í Minnesota – Var 57 ára gamall

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 21. apríl 2016 17:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn Prince er látinn, 57 ára að aldri, að því er AP-fréttastofan greinir frá. Prince fannst látinn í dag á heimili sínu í Minnesota í Bandaríkjunum. Tónlistarmaðurinn, sem hét Prince Roger Nelson, hafði glímt við veikindi.

Hann var fluttur á sjúkrahús síðastliðinn föstudag í Illinois vegna skyndilegra veikinda. Hann kom þó fram á tónleikum daginn eftir og virtist vera heill heilsu. Að því er TMZ greinir frá, og hefur eftir heimildum, voru einkennin líkt og um flensu væri að ræða. Hann fullvissaði aðdáendur sína í kjölfarið að hann væri heill heilsu og engin ástæða væri til að hafa áhyggjur. Dánarorsök er ókunn á þessari stundu.

Prince var í hópi vinsælustu tónlistarmanna heims á sínum tíma og eftir hann liggja fjölmargar plötur og lög sem slógu í gegn, þar á meðal Cream og Purple Rain. Hann seldi yfir hundrað milljónir platna á ferli sínum sem spannaði um 40 ár. Prince fæddist í Minneapolis í Minnesota árið 1958 og var farinn að semja tónlist sjö ára gamall. Hann kom fjórum plötum í efsta sæti bandaríska vinsældalistans; Purple Rain árið 1984 og Around the World In A Day, Batman og 3121.

Hann gaf í það heila út 39 breiðskífur, þar af fjórar á síðustu átján mánuðum. Í síðasta mánuði tilkynnti bókaútgáfufyrirtækið Spiegel & Grau um að fyrirtækið hefði tryggt sér réttinn að ævisögu tónlistarmannsins, sem ráðgert er að gefa út haustið 2017.

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=1Lmq6RDn5O8&w=420&h=315]

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Svarar hatrömmum skilaboðum netverja og útskýrir þyngdartapið

Svarar hatrömmum skilaboðum netverja og útskýrir þyngdartapið
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fallegustu jólaskreytingar í miðborg Reykjavíkur 2025

Fallegustu jólaskreytingar í miðborg Reykjavíkur 2025
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bonnie Blue handtekin í Balí og gæti átt yfir höfði sér 15 ára fangelsisvist

Bonnie Blue handtekin í Balí og gæti átt yfir höfði sér 15 ára fangelsisvist
Fókus
Fyrir 3 dögum

Pamela Anderson rýfur þögnina – Ástarsambandið var alvöru

Pamela Anderson rýfur þögnina – Ástarsambandið var alvöru
Fókus
Fyrir 5 dögum

Vikan á Instagram – Ætlaði ekki að reyna við hann því hann er yngri en lét vaða

Vikan á Instagram – Ætlaði ekki að reyna við hann því hann er yngri en lét vaða
Fókus
Fyrir 5 dögum

Karen missti bróður sinn: „Ég var stolt af honum að taka ábyrgð og fara aftur en honum var vísað út eftir þessa helgi“

Karen missti bróður sinn: „Ég var stolt af honum að taka ábyrgð og fara aftur en honum var vísað út eftir þessa helgi“