fbpx
Mánudagur 24.febrúar 2025
Fókus

Þegar ofsakvíðinn náði hámarki

Einar Áskelsson í einlægu helgarviðtali um króníska áfallastreituröskun, kulnun, og batann

Ritstjórn DV
Laugardaginn 2. apríl 2016 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einar Áskelsson þjáist af krónískri áfallastreituröskun (Complex Post Traumatic Stress Disorder) og kulnun (burnout). Það sést ekki utan á honum, frekar en mörgum öðrum sem stríða við geðraskanir. Hann er snyrtilegur og hress og kemur vel fyrir sig orði. Ragnheiður Eiríksdóttir blaðamaður hitti Einar í einlægu spjalli um missi lífsgæða sem flestir telja sjálfsögð, ofsakvíða og ótta, og afleiðingar áfalla í æsku.

Hámark ofsakvíða og ótta

Svona lýsir Einar líðan sinni daginn sem honum varð ljóst að ofan í allt annað hafði hann misst vinnuna: „Höfuðverkurinn var byrjaður fyrir fundinn á vinnustaðnum en eftir á færðist hann í aukana og mér fór að líða eins og höfuðið væri að klofna. Mig svimaði þegar ég gekk út af fundinum. Á leiðinni heim kom ógleðin. Ég kom við á bensínstöð og reyndi að kasta upp – ekkert kom. Ég bjóst við að ná heim, en þurfti að stoppa bílinn rétt við Smáralind og kastaði upp. Næsta sólarhringinn lá ég í keng, maginn herptist saman og líkaminn allur, ég man varla eftir mér.“

Þarna náði ofsakvíðinn og óttinn hámarki, Einar var kominn í þrot og hann missti alla von. Hann var búinn að úthugsa og undirbúa hvernig hann myndi kveðja. Hann hlakkaði meira að segja til. Í dag er Einar dauðfeginn að hafa lifað þetta af. Hann er í bata og það er full vinna. Hann upplifir sig í meira jafnvægi en nokkru sinni áður. „Ég hef aldrei verið eins auðmjúkur, þakklátur og rólegur og í dag.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hulda segir viðbrögðin hafa verið fyrirsjáanleg og birtir skjáskot – „Nú er ég orðið menntað fífl í hugum þessara manna“

Hulda segir viðbrögðin hafa verið fyrirsjáanleg og birtir skjáskot – „Nú er ég orðið menntað fífl í hugum þessara manna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu myndbandið: Dónalegur brúðkaupsgestur eyðilagði stóra augnablikið

Sjáðu myndbandið: Dónalegur brúðkaupsgestur eyðilagði stóra augnablikið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Einbýlishús í stíl Astrid Lindgren á 14,9 milljónir í 101 – Ekki er allt sem sýnist

Einbýlishús í stíl Astrid Lindgren á 14,9 milljónir í 101 – Ekki er allt sem sýnist
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sara þjálfari segir að svona geturðu náð sturluðum árangri – Meira af þessu og minna af þessu

Sara þjálfari segir að svona geturðu náð sturluðum árangri – Meira af þessu og minna af þessu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ragnhildur gagnrýnir kvenkyns áhrifavalda sem glenna sig í ræktinni

Ragnhildur gagnrýnir kvenkyns áhrifavalda sem glenna sig í ræktinni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hörmulegt fráfall Matthew Perry – „Það er miklu meira í þessari sögu“

Hörmulegt fráfall Matthew Perry – „Það er miklu meira í þessari sögu“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hefndi sín á ókunnugum á Valentínusardag og hlaut mikið lof fyrir vikið – „Kærastan þín á eftir að verða brjáluð“

Hefndi sín á ókunnugum á Valentínusardag og hlaut mikið lof fyrir vikið – „Kærastan þín á eftir að verða brjáluð“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Í dag er 1 ár síðan ég ætlaði rétt að skjótast til læknis í hádeginu og endaði á sjúkrahúsi í 5 vikur“

„Í dag er 1 ár síðan ég ætlaði rétt að skjótast til læknis í hádeginu og endaði á sjúkrahúsi í 5 vikur“