Kourtney og Jonathan á Skólavörðustígnum en Kim og Kanye hvergi sjáanleg
Eins og alþjóð veit eru þau Kanye West, Kim Kardashian og Kourtney Kardashian stödd hér á landi. Blaðamaður rakst á Kourtney og vin þeirra, Jonathan Ceban, á Skólavörðustígnum rétt áðan en þá höfðu þau meðal annars kíkt upp í Hallgrímskirkjuturn, samkvæmt upplýsingum DV.
Mikil öryggisgæsla er í kringum þau Khourtney og Jonathan, en þess má geta að Kanye og Kim voru hvergi sjáanleg. Þau Kourtney og Jonathan komu við í versluninni Geysi á Skólavörðustíg og var gripið til þess ráðs að loka versluninni meðan þau voru inni. Fjölmargir biðu fyrir utan verslunina til að berja stjörnurnar augum.
Blaðamaður freistaði þess að ná tali af Khortney og Jonathan þegar þau gengu niður Skólavörðustiginn, en öryggisverðir þeirra ýttu öllum í burtu sem reyndu að komast nálægt þeim. „If you respect me I respect you,“ sagði einn af öryggisvörðnum við aðdáendur sem reyndu að komast nálægt þeim. Eftir að hafa heimsótt Geysi fóru þau í verslunina Minju og í verslun 66° Norður í Bankastræti. Öllum var gert að yfirgefa verslunina þegar Kourtney gekk inn. Samkvæmt upplýsingum DV af vettvangi keypti Kourtney sér ullarhúfu, fóðraða.
Hægt er að fylgjast með ævintýrum þeirra Kim, Kanye, Kourtney og Jonathan á Snapchat, en Jonathan birti til dæmis myndir og myndbönd á Snapchat-reikningi sínum í gærkvöldi þar sem þau borðuðu saman á Grillmarkaðnum. Þá heimsóttu þau Suðurland, þar á meðal Gullfoss og Geysi.