fbpx
Fimmtudagur 05.september 2024
Fókus

Kourtney Kardashian í miðborginni: Geysisbúðinni lokað þegar hún fór inn

Kourtney og Jonathan á Skólavörðustígnum en Kim og Kanye hvergi sjáanleg

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 18. apríl 2016 14:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og alþjóð veit eru þau Kanye West, Kim Kardashian og Kourtney Kardashian stödd hér á landi. Blaðamaður rakst á Kourtney og vin þeirra, Jonathan Ceban, á Skólavörðustígnum rétt áðan en þá höfðu þau meðal annars kíkt upp í Hallgrímskirkjuturn, samkvæmt upplýsingum DV.

Mikil öryggisgæsla er í kringum þau Khourtney og Jonathan, en þess má geta að Kanye og Kim voru hvergi sjáanleg. Þau Kourtney og Jonathan komu við í versluninni Geysi á Skólavörðustíg og var gripið til þess ráðs að loka versluninni meðan þau voru inni. Fjölmargir biðu fyrir utan verslunina til að berja stjörnurnar augum.

Blaðamaður freistaði þess að ná tali af Khortney og Jonathan þegar þau gengu niður Skólavörðustiginn, en öryggisverðir þeirra ýttu öllum í burtu sem reyndu að komast nálægt þeim. „If you respect me I respect you,“ sagði einn af öryggisvörðnum við aðdáendur sem reyndu að komast nálægt þeim. Eftir að hafa heimsótt Geysi fóru þau í verslunina Minju og í verslun 66° Norður í Bankastræti. Öllum var gert að yfirgefa verslunina þegar Kourtney gekk inn. Samkvæmt upplýsingum DV af vettvangi keypti Kourtney sér ullarhúfu, fóðraða.

Hægt er að fylgjast með ævintýrum þeirra Kim, Kanye, Kourtney og Jonathan á Snapchat, en Jonathan birti til dæmis myndir og myndbönd á Snapchat-reikningi sínum í gærkvöldi þar sem þau borðuðu saman á Grillmarkaðnum. Þá heimsóttu þau Suðurland, þar á meðal Gullfoss og Geysi.

Mynd: DV

Mynd: DV

Mynd: DV

Mynd: DV

Mynd: DV

Mynd: Mynd DV

Hér sést öryggisvörður fyrir utan verslun 66° Norður í Bankastræti. Versluninni var lokað þegar stjörnurnar mættu.
Búðinni lokað Hér sést öryggisvörður fyrir utan verslun 66° Norður í Bankastræti. Versluninni var lokað þegar stjörnurnar mættu.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Konan mín fór í háloftaklúbbinn með öðrum en mér

Konan mín fór í háloftaklúbbinn með öðrum en mér
Fókus
Í gær

Bensi og Sunneva hugsa sér til hreyfings

Bensi og Sunneva hugsa sér til hreyfings
Fókus
Í gær

Hinn fimmtán ára Oddur Bjarni leggur til SKVÓP matseðil í grunnskólum landsins – Hefur sent forsetanum bréf

Hinn fimmtán ára Oddur Bjarni leggur til SKVÓP matseðil í grunnskólum landsins – Hefur sent forsetanum bréf
Fókus
Í gær

Margar spurningar leituðu á hugann þegar óléttuprófið reyndist jákvætt nokkrum dögum eftir að þau komu heim af sjúkrahúsinu

Margar spurningar leituðu á hugann þegar óléttuprófið reyndist jákvætt nokkrum dögum eftir að þau komu heim af sjúkrahúsinu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur veit leyndarmálið á bak við betri heilsu

Ragnhildur veit leyndarmálið á bak við betri heilsu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Móðir sem fór í Disney World en skildi börnin eftir heima skiptir fólki í tvö lið

Móðir sem fór í Disney World en skildi börnin eftir heima skiptir fólki í tvö lið
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – Kroppamyndataka á hótelherbergi og skvísufrumsýning

Vikan á Instagram – Kroppamyndataka á hótelherbergi og skvísufrumsýning
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég myndi ekki vilja að dóttir mín væri í sambandi með manni eins og mér“

„Ég myndi ekki vilja að dóttir mín væri í sambandi með manni eins og mér“