Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hélt frægan blaðamannafund í dag. Hefur ákvörðun hans vakið mikil viðbrögð á samfélagsmiðlum og fundurinn verið skoðaður frá mörgum hliðum. Nú í kvöld fór mynd af forsetanum á flug á Twitter þar sem bindi forsetans er grandskoðað. Ljósmyndari Morgunblaðsins birtir nærmynd af bindinu á Twitter og spyr:
„Fíllinn í herberginu“.
Á Nútímanum er greint frá því að Haukur Viðar Alfreðsson, fyrrverandi blaðamaður á Fréttablaðinu, hafi tekið eftir fílunum.
Hildur Lilliendahl segir að Ólafur hefði allt eins getað mætt í náttfötunum þegar Haukur spyr:
„Hvað, ertu ekki að fíla þetta?“
Spurning sem lesendur DV geta kannski svarað!