fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
Fókus

„Þetta egg mun breyta sögunni“

Hjónin Kristen og Dax gerðu sér glaðan dag á frumsýningu GOT

Ritstjórn DV
Laugardaginn 16. apríl 2016 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarahjónin Dax Shepard og Kristen Bell eru grjótharðir aðdáendur þáttanna Game of Thrones, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Hjónin fengu miða á frumsýningu þáttanna í Los Angeles í vikunni og mættu í sérútbúnum hlýrabolum auk þess að láta teikna á sig húðflúr á bringuna sem átti að sýna aðdáun þeirra, en á þeim stóð meðal annars: „Winter is coming“ eða veturinn nálgast, setningu sem aðdáendur þáttanna ættu að kannast vel við.

Svo virðist sem þau hafi lifað sig betur inn í frumsýninguna en flestir viðstaddir, en Kristen segir frá þessu ævintýri þeirra á Instragram-myndasíðunni sinni.

„Á einum tímapunkti lyfti ég melónu upp yfir höfuðið á mér og sagði: „Þetta egg mun breyta sögunni“ og hljóp út um eldvarnahurð,“ segir hún og bætir við að aðrir gestir hafi látið sér nægja að drekka kokteila og spjalla saman í jakkafötum og fínum kjólum.

Sjálf er Kristen önnum kafin við að kynna kvikmyndina The Boss, sem sýnd er í kvikmyndahúsum um allan heim um þessar mundir. Í myndinni leikur hún annað aðalhlutverkið á móti gamanleikkonunni Melissu McCarthy.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg
Fókus
Fyrir 2 dögum

Áfallið þegar hún komst að því að Steven Tyler væri pabbi hennar

Áfallið þegar hún komst að því að Steven Tyler væri pabbi hennar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Pedro Pascal sýndi trans konum stuðning í afmælinu sínu

Pedro Pascal sýndi trans konum stuðning í afmælinu sínu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nína fór í matarbúð í Portúgal og tók eftir miklum mun – „Verðlag á Íslandi er óþarflega hátt“

Nína fór í matarbúð í Portúgal og tók eftir miklum mun – „Verðlag á Íslandi er óþarflega hátt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Valli notaði stjórnsemi til að reyna að laga son sinn – „Endalaus óbein skilaboð um að ég elskaði hann ekki og að hann væri ekki nógu góður“

Valli notaði stjórnsemi til að reyna að laga son sinn – „Endalaus óbein skilaboð um að ég elskaði hann ekki og að hann væri ekki nógu góður“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ingunni var nauðgað en hún bar harm sinn í hljóði – „Ég var að drekka og fann fyrir mikilli skömm“

Ingunni var nauðgað en hún bar harm sinn í hljóði – „Ég var að drekka og fann fyrir mikilli skömm“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Villtar játningar, dónalegir draumar og fullnægjandi fantasíur í játningarklefanum

Villtar játningar, dónalegir draumar og fullnægjandi fantasíur í játningarklefanum