„Tískulöggur hefðu mátt fangelsa mig fyrir þessa skyrtu. Og jakkaföt. Hvað var ég að pæla?“ spyr Páll Óskar í stuttu innleggi á Facebook-síðu sinni.
Þar birtir söngvarinn einnig myndskeið við lagið Ást við fyrstu sín sem hefur notið gífurlegra vinsælda. Lagið flutti Páll ásamt Moniku. Upptakan fór fram árið 2003 á jólatónleikum tvíeykisins. Munu þau taka lagið eftir í Salnum í Kópavogi 4 og 5 mars.
„Ætlum líka að telja í nokkra Burt Bacharach slagara, Lose Again, Sjáumst aftur, Sönginn um lífið, Gordjöss og stöff sem maður nær ekki að syngja á hverjum degi.“
Hér fyrir neðan má svo sjá myndskeiðið þar sem Páll og Monika flytja þetta hugljúfa lag þar sem Páll klæðist skyrtunni góðu.
[youtube https://www.youtube.com/watch?v=dkonmgO3-OA&w=640&h=480]