fbpx
Fimmtudagur 05.september 2024
Fókus

Bjarney fór í fyrirbyggjandi brjóstnám, missti móður sína úr krabbameini og hefur staðið í erfiðu faðernismáli

Tekur áföllunum með æðruleysi

Ritstjórn DV
Laugardaginn 16. apríl 2016 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég hef markvisst verið að minnka við mig vinnu síðustu árin, til að vera meira með stráknum mínum og til að njóta lífsins. Ég hef samt ekki getað alveg skilið við einkaþjálfunina. Hún heldur mér við efnið, auk þess sem Sporthúsið hefur verið mitt annað heimili í mörg ár,“ segir Bjarney Bjarnadóttir íþróttafræðingur og kennari, sem hefur kennt við Sporthúsið í Kópavogi í 14 ár, eða frá opnun þess árið 2002.

Bjarney er þessa dagana ekki aðeins að þjálfa heldur er hún byrjuð að æfa íshokkí, komin á golfnámskeið og skellir sér á skíði þegar veður leyfir. „Ég viðurkenni að ég er búin að vera sérstaklega virk að undanförnu. Það eru ekki nema átta vikur frá stóru aðgerðinni og mér líður svolítið eins og belju að vori,“ segir hún hlæjandi. Stóra aðgerðin sem hún á við er fyrirbyggjandi brjóstnám vegna þess að hún er með stökkbreytt BRCA2-gen, stökkbreytingu sem erfist milli kynslóða og eykur líkur á brjóstakrabbameini bæði í körlum og konum, en einnig líkur á blöðruhálskrabbameini og eggjastokkakrabbameini.

Bjarney er í viðtali í nýjasta hefti bæjarblaðsins Kópavogur sem kemur nú út eftir nokkuð hlé en ritstjóri er Erla Hlynsdóttir.

Lára móðir Bjarneyjar greindist með brjóstakrabbamein snemma á síðasta ári og lést í ágústmánuði. „Mér finnst enn hálf óraunverulegt að hún sé dáin. Þetta var líka erfitt fyrir strákinn minn sem kallaði hana líka mömmu, enda vorum við alltaf mikið hjá mömmu minni og pabba,“ segir Bjarney, sem er einstæð móðir og hefur verið það frá því að Bjarni Lár sonur hennar fæddist fyrir rúmum þremur árum. Nafn hans er dregið af nöfnum afa hans og ömmu í móðurætt, Bjarna og Láru.

Erla Hlynsdóttir ritstýrir bæjarblaðinu Kópavogur sem kom út í morgun.
Nýtt bæjarblað. Erla Hlynsdóttir ritstýrir bæjarblaðinu Kópavogur sem kom út í morgun.

„Flestar konur lifa af brjóstakrabbamein, þannig að við vorum vongóð, en þetta var algjör rússíbani með mömmu. Þetta leit á tíðum ágætlega út, en svo kom alltaf annað áfall, sem endaði svo á versta veg þegar hún lést í ágúst,“ segir Bjarney. Hún er í hópi fjögurra systkina, og nú er ljóst að þrjú þeirra eru með stökkbreytt BRCA2-gen. „Ég hitti erfðaráðgjafa sem sagði mér að miðað við okkar ættarsögu væru um 80-85% líkur á því að ég fengi brjóstakrabbamein á einhverjum tímapunkti. Það hafa nokkuð margar konur í okkar ætt greinst með brjóstakrabbamein og hafa verið að greinast ungar. Hann benti mér á að skoða þann möguleika að fara í fyrirbyggjandi brjóstnám. Ég vissi að ég myndi naga mig í handarbökin seinna meir ef ég fengi brjóstakrabbamein, vitandi að ég hefði getað komið í veg fyrir það, þannig að þetta var ekki erfið ákvörðun þegar ég fékk þetta val upp í hendurnar. Sérstaklega þar sem barnsfaðir minn er ekki inni í myndinni og því of mikið í húfi fyrir son minn ef ég væri ekki til staðar fyrir hann heldur,“ segir hún.

Þettau eru ekki einu erfiðleikarnir sem Bjarney hefur gengið í gegn um að undanförnu því faðir sonar hennar hefur ekki viljað gangast við drengnum og er Bjarney nýbúin að vinna erfitt faðernismál gegn honum.

Hér má lesa blaðið í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Konan mín fór í háloftaklúbbinn með öðrum en mér

Konan mín fór í háloftaklúbbinn með öðrum en mér
Fókus
Í gær

Bensi og Sunneva hugsa sér til hreyfings

Bensi og Sunneva hugsa sér til hreyfings
Fókus
Í gær

Hinn fimmtán ára Oddur Bjarni leggur til SKVÓP matseðil í grunnskólum landsins – Hefur sent forsetanum bréf

Hinn fimmtán ára Oddur Bjarni leggur til SKVÓP matseðil í grunnskólum landsins – Hefur sent forsetanum bréf
Fókus
Í gær

Margar spurningar leituðu á hugann þegar óléttuprófið reyndist jákvætt nokkrum dögum eftir að þau komu heim af sjúkrahúsinu

Margar spurningar leituðu á hugann þegar óléttuprófið reyndist jákvætt nokkrum dögum eftir að þau komu heim af sjúkrahúsinu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur veit leyndarmálið á bak við betri heilsu

Ragnhildur veit leyndarmálið á bak við betri heilsu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Móðir sem fór í Disney World en skildi börnin eftir heima skiptir fólki í tvö lið

Móðir sem fór í Disney World en skildi börnin eftir heima skiptir fólki í tvö lið
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – Kroppamyndataka á hótelherbergi og skvísufrumsýning

Vikan á Instagram – Kroppamyndataka á hótelherbergi og skvísufrumsýning
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég myndi ekki vilja að dóttir mín væri í sambandi með manni eins og mér“

„Ég myndi ekki vilja að dóttir mín væri í sambandi með manni eins og mér“