fbpx
Miðvikudagur 04.september 2024
Fókus

Jórunn upplifði fordóma vegna pelagjafar: „Ertu að svelta barnið þitt?“

Segir skömm og vanlíðan algenga á meðal mæðra sem mjólka ekki nóg

Auður Ösp
Föstudaginn 15. apríl 2016 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jórunn María Sally Gestsdóttir upplifði skömm og vanlíðan í kjölfar fæðingar dóttur sinnar. Ástæðan var sú að Jórunn mjólkaði ekki nóg til að næra barnið sitt og fann hún í kjölfarið fyrir miklum þrýstingi og afskiptasemi, jafnvel frá bláókunnugu fólki. Hún segir skömm og vanlíðan algenga á meðal nýbakaðra mæðra sem glíma við þetta vandamál og þurfa í kjölfarið að grípa til pelagjafar.

Jórunn skrifar pistil um reynslu sína sem birtist á vefsvæðinu Lady.is Þar lýsir hún því hvernig brjóstagjöfin gekk ekki sem skyldi eftir að dóttir hennar kom í heiminn. Í kjölfarið fór fólk í kringum hana að skjóta að henni athugasemdum um að barnið hennar væri augljóslega ekki að fá nóga næringu. Hún segist hafa upplifað mikinn kvíða, vanlíðan og samviskubit:

„Eitt sinn fór ég með Sögu í apótek, hún var um 2 mánaða gömul. Hún var óhuggandi svo ég tók hana upp úr bílstólnum, þá labbar kona að mér og spyr hvort ég sé að svelta barnið mitt. Ég varð orðlaus. Að konunni skuli hafa dottið í hug að láta svona út úr sér við nýbakaða móður sem er að reyna sitt besta! Ég fékk oft að heyra frá mismunandi fólki og vinum jafnvel að barnið væri augljóslega ekki að fá nóg.“

Jórunn tók að lokum þá ákvörðun þegar dóttir hennar var orðin þriggja mánaða gömul, að hætta með hana á brjósti og notast við pela í staðinn.

„Eitt ráð sem ég vil gefa ykkur sem eigið von á barni eða eruð með barn á brjósti. Þetta er ekki dans á rósum fyrir alla og alls ekki hlusta á fólk í kringum ykkur sem er með neikvæðni. Og það er alltaf gott að fá hjálp varðandi brjóstagjöf en fáið þá hjálp frá Brjóstagjafaráðgjafa. Einnig mætti ég fordómum þegar ég hætti með hana á brjósti. Þegar fólk sá mig gefa pela spurði það mig oft hvort hún væri ekki örugglega á brjósti líka.“

„Hvort sem það er brjóst eða peli að þá gerir hver og einn þetta á sinn hátt eins og hentar fyrir sig og barnið,“ segir Jórunn jafnframt. „Og eitt að lokum:þótt að aðrir upplifi slæma eða enga brjóstagjöf þá þarft þú ekki að upplifa svoleiðis. Það upplifa allir þetta á sinn hátt.“

Fordómar og afskiptasemi

Í samtali við DV.is segir Jórunn mikilvægt að vekja upp umræður um þessi mál, enda afar algengt að nýbakaðar mæður upplifa mikinn þrýsting og fyllast vanmætti þegar í ljós kemur að þær framleiði nóg af brjóstamjólk. Þannig hafi fólk séð sig knúið til að skipta sér af þegar það sá að hún notaðist við pela til að gefa dóttur sinni næringu:

„Ég lenti mjög oft í því að ef ég var í Kringlunni eða á opinberum stöðum að fólk, bæði sem ég þekkti og þekkti ekki spurði mig hvort að barnið mitt væri örugglega ekki líka á brjósti. Ég hitti eitt sinn mann sem sagði að ég þyrfti að vera með hana á brjósti sem lengst þar sem þetta væri „besta næringin sem börnin fá.“

Jórunn segir jafnframt að fjölmargar ungar mæður hafi deilt með henni svipaðri upplifun sem þær höfðu af skömm og vanlíðan, sem og fordómum fólks í garð pelagjafar. „Það er rosalega mikið um afskiptasemi gagnvart þessu og ég byrjaði oft aáað afsaka mig við fólk ósjalfratt þegar ég hitti fólk, og sagði: „Já hún er undir kúrvu og létt miðað við aldur.“ Eitthvað sem maður á auðvitað ekki að gera þegar barnið er fullkomlega heilbrigt og ekki vannært.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Konan mín fór í háloftaklúbbinn með öðrum en mér

Konan mín fór í háloftaklúbbinn með öðrum en mér
Fókus
Í gær

Bensi og Sunneva hugsa sér til hreyfings

Bensi og Sunneva hugsa sér til hreyfings
Fókus
Í gær

Hinn fimmtán ára Oddur Bjarni leggur til SKVÓP matseðil í grunnskólum landsins – Hefur sent forsetanum bréf

Hinn fimmtán ára Oddur Bjarni leggur til SKVÓP matseðil í grunnskólum landsins – Hefur sent forsetanum bréf
Fókus
Í gær

Margar spurningar leituðu á hugann þegar óléttuprófið reyndist jákvætt nokkrum dögum eftir að þau komu heim af sjúkrahúsinu

Margar spurningar leituðu á hugann þegar óléttuprófið reyndist jákvætt nokkrum dögum eftir að þau komu heim af sjúkrahúsinu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur veit leyndarmálið á bak við betri heilsu

Ragnhildur veit leyndarmálið á bak við betri heilsu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Móðir sem fór í Disney World en skildi börnin eftir heima skiptir fólki í tvö lið

Móðir sem fór í Disney World en skildi börnin eftir heima skiptir fólki í tvö lið
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – Kroppamyndataka á hótelherbergi og skvísufrumsýning

Vikan á Instagram – Kroppamyndataka á hótelherbergi og skvísufrumsýning
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég myndi ekki vilja að dóttir mín væri í sambandi með manni eins og mér“

„Ég myndi ekki vilja að dóttir mín væri í sambandi með manni eins og mér“