fbpx
Miðvikudagur 04.september 2024
Fókus

Ebba Guðný: „Ég reyndi vel og lengi á mínum yngri árum að grenna mig“

Hætti að reyna og hefur aldrei verið glaðari – Hvetur fólk til feta hinn gullna meðalveg í mataræði og njóta lífsins

Auður Ösp
Fimmtudaginn 14. apríl 2016 22:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Nú er ég steinhætt því að reyna og hef aldrei verið glaðari. Ég borða það sem mig langar í hverju sinni, líka í veislum og annarsstaðar en reyni að borða þannig að ég verði ekki mjög södd,“ segir Ebba Guðný Guðmundsdóttir sjónvarpskokkurinn ástsæli, en hún ritaði nýlega áhugaverðan pistil þar sem hún viðurkennir að hafa reynt að grenna sig á yngri árum og því hafi fylgt öfgar í mataræði. Hún hafi þó lært af reynslunni. Bendir hún fólki á að langskemmtilegast, einfaldast og best sé að feta hinn gullna meðalveg í mataræði eins og öllu öðru.

Strangar reglur leiða frekar til ofáts

Ebba er fyrir löngu landskunn fyrir sjónvarpsþætti sína og bækur þar sem hún kennir Íslendingum að matreiða girnilega og holla rétti. Ebba birtir umræddan pistilinn á Facebook-síðu sinni þar sem hún segir að fyrir nokkrum árum hafi hún fyrst heyrt af röskuninni „orthorexia nervosa“ en um er að ræða ástand þar sem einstaklingur fær þráhyggju fyrir því að að borða ávallt holla og hreina fæðu.

„Mín viska til ykkar er að borða flest allt (fjölbreytt) en borða í hófi (ekki yfir sig). Ofát er mjög óhollt og það er mikið álag á líkamann að borða þannig að maður verði sprengsaddur. Sumir borða alltaf hóflega, á meðan aðrir þurfa að læra það hægt og bítandi. Það er auðveldara að borða hóflega þegar maður borðar mestmegnis hollan og næringarríkan mat af því líkaminn er fyrr mettur og fullnægður þegar borðað er hollt og sækir þá minna í óhollustu. Og þegar maður er ekki stanslaust að neita sér um allt mögulegt, er miklu auðveldara að borða hóflega. Strangar (óraunhæfar) reglur varðandi mataræði leiða miklu frekar til ofáts, af því á endanum springa flestir,“ ritar Ebba.

Óhollusta í hófi gerir okkur ekki slæmt

„Lífið er ekki svart og hvítt og það er svo gaman að gera sér dagamun. Það eru afmæli og veislur og það eru matarboð og kósíkvöld .. og það er þetta og það er hitt. Það er allt í best lagi og það gerist ekki neitt hræðilegt þó maður fái sér stundum sykur, hveiti, eða hvað það nú er. Í stuttu máli, óhollusta í hófi gerir okkur ekki slæmt. Hún getur oft gert manni mjög gott,“ segir hún og nefnir því næst lítið dæmi:

„Það er mikill munur á því að borða 40 frönskur eða fá sér 10 stk. með hamborgaranum, 4 sopa af kóki í staðinn fyrir 1/2 L – 2 kökusneiðar í staðinn fyrir 6 kökusneiðar – 1 súkkulaðistykki, tala nú ekki um ef maður er með dökkt, í staðinn fyrir fullan poka af sælgæti og gos með.“

Hætti að reyna og hefur aldrei verið glaðari

Ebba viðurkennir fúslega að hafa sjálf fallið í þá gildru að reyna að standast ómögulegar útlitskröfur en vitanlega hafi það ekki gengið upp. „Ég reyndi vel og lengi á mínum yngri árum að grenna mig. Mig langaði svo að verða há og grönn. Ég er lágvaxin (1.62cm) og ég er ekki grannvaxin og verð það aldrei. Ég er loksins búin að ná því. Nú er ég steinhætt því að reyna og hef aldrei verið glaðari. Ég borða það sem mig langar í hverju sinni, líka í veislum og annarsstaðar en reyni að borða þannig að ég verði ekki mjög södd. Ég borða mestmegnis hollt og hreint (versla þannig inn) en hef engar áhyggjur af því þegar ég geri það ekki. Ég er ánægð með mig eins og ég er (oftast) og reyni að hugsa vel um Ebbu af því hún er góð stúlka,“ ritar Ebba síðan.

„Ég bið að þið séuð öll ánægð með ykkur og sjáið allt það frábæra í ykkar fari. Ég vona að þið séuð góð við ykkur og njótið þess að vera til og eyðið mestri af orku ykkar í það sem skiptir mestu máli í lífinu, eins og börnin ykkar, hjónabandið, vinir, samvera, hlátur og hlýja en ekki kaloríur eða kíló til eða frá. Þið munuð aldrei sjá eftir því. Ef við förum í bað, tannburstum okkur, erum góðar manneskjur og reynum að láta gott af okkur leiða, erum við öll í mjög góðum málum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Konan mín fór í háloftaklúbbinn með öðrum en mér

Konan mín fór í háloftaklúbbinn með öðrum en mér
Fókus
Í gær

Bensi og Sunneva hugsa sér til hreyfings

Bensi og Sunneva hugsa sér til hreyfings
Fókus
Í gær

Hinn fimmtán ára Oddur Bjarni leggur til SKVÓP matseðil í grunnskólum landsins – Hefur sent forsetanum bréf

Hinn fimmtán ára Oddur Bjarni leggur til SKVÓP matseðil í grunnskólum landsins – Hefur sent forsetanum bréf
Fókus
Í gær

Margar spurningar leituðu á hugann þegar óléttuprófið reyndist jákvætt nokkrum dögum eftir að þau komu heim af sjúkrahúsinu

Margar spurningar leituðu á hugann þegar óléttuprófið reyndist jákvætt nokkrum dögum eftir að þau komu heim af sjúkrahúsinu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur veit leyndarmálið á bak við betri heilsu

Ragnhildur veit leyndarmálið á bak við betri heilsu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Móðir sem fór í Disney World en skildi börnin eftir heima skiptir fólki í tvö lið

Móðir sem fór í Disney World en skildi börnin eftir heima skiptir fólki í tvö lið
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – Kroppamyndataka á hótelherbergi og skvísufrumsýning

Vikan á Instagram – Kroppamyndataka á hótelherbergi og skvísufrumsýning
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég myndi ekki vilja að dóttir mín væri í sambandi með manni eins og mér“

„Ég myndi ekki vilja að dóttir mín væri í sambandi með manni eins og mér“