fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
Fókus

Beinin brotin með meitli

Lengdur um 40 sentímetra í Síberíu – Þetta voru miklar fórnir sem foreldrar mínir færðu fyrir mig – Fjölskyldan stóð í baráttu við Tryggingastofnun

Björn Þorfinnsson
Miðvikudaginn 13. apríl 2016 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við vissum í rauninni ekkert hvað vorum vorum að fara út í og það var kannski ágætt. Ég þráði bara að stækka og foreldrar mínir veittu mér ómetanlegan stuðning við að gera mér kleift að reyna að láta þann draum rætast,“ segir Helgi Óskarsson, sem þrettán ára gamall, í apríl 1982, fór til Kurgan í Síberíu til þess að láta lengja sig. Fæðingargalli olli dvergvexti hjá Helga en eftir þrjár aðgerðir á rúmum þremur árum hafði hann stækkað um rúma 40 sentímetrar. Bein hans voru brotin með meitli og strekkt í sundur sem olli honum óbærilegum kvölum.

Aðgerðin sem Helgi undirgekkst og byggði á uppgötvunum dr. Ilizarov fólst í því að bein hans voru brotin með eins konar meitli og síðan voru langir naglar boraðir í gegnum beinið á nokkrum stöðum. Því næst voru staðboltar og járnhringir settir utan um beinið til þess að geta skrúfað beinbrotin í sundur, fjórum sinnum á dag. „Þeir reyndu að ná um tveimur millimetrum á dag. Utan um leggina var síðan grind, eins konar spelkur, sem hélt öllu í stað,“ segir Helgi og hlær þegar hann sér augljósan skelfingarsvipinn á blaðamanni.

Helgi kveðst þakklátur fyrir tímann í Kurgan og minnist dvalarinnar með hlýju þrátt fyrir erfiðar stundir á köflum. Fjölmiðlar sýndu aðgerðunum mikinn áhuga og Helgi varð þjóðþekktur.
Hlýjar minningar Helgi kveðst þakklátur fyrir tímann í Kurgan og minnist dvalarinnar með hlýju þrátt fyrir erfiðar stundir á köflum. Fjölmiðlar sýndu aðgerðunum mikinn áhuga og Helgi varð þjóðþekktur.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

„Fyrsta meðferðin, þar sem fótleggirnir voru lengdir, tók rúmt ár. Við fórum síðan heim til Íslands þar sem ég jafnaði mig en síðan héldum við aftur út,“ segir Helgi. Hann og faðir hans fóru tvisvar út í viðbót þar sem Helgi undirgekkst lengingu á lærleggjum og síðar upphandleggjum. Í hvert skipti dvöldu þeir í heilt ár í síberísku borginni.

Hér má sjá myndir af Helga sem birtust í DV á árum áður. Þar má greinilega sjá hversu vel aðgerðirnar heppnuðust. Þegar yfir lauk hafði hann hækkað um 40 sentimetra.
Í fréttum Hér má sjá myndir af Helga sem birtust í DV á árum áður. Þar má greinilega sjá hversu vel aðgerðirnar heppnuðust. Þegar yfir lauk hafði hann hækkað um 40 sentimetra.

„Þetta voru miklar fórnir sem foreldrar mínir færðu fyrir mig. Pabbi var allan tímann frá vinnu en sem betur fer vann hann hjá fyrirtæki bróður síns þannig að hann naut mikils skilnings,“ segir Helgi. Fjárútlátin vegna aðgerðanna voru aftur á móti þungur baggi og sérstaklega vegna fyrri aðgerðarinnar sem fjölskyldan þurfti sjálf að borga að fullu. „Sjúkratryggingarnar hérna vildu ekki taka þátt í þessari aðgerð sem þótti áhættusöm. Þeir læknar sem sögðu álit sitt á þessu voru mjög neikvæðir og töldu margir að ég myndi aldrei ná mér að fullu, jafnvel að ég myndi enda í hjólastól það sem eftir var ævinnar,“ segir Helgi.

Ferð feðganna til Kurgan vakti mikla athygli fjölmiðla á sínum tíma og ítarlega var fjallað um hana í helstu fjölmiðlum landsins. Sérstaklega var barátta fjölskyldunnar við Tryggingastofnun áberandi í fjölmiðlum og niðurstöðu þeirrar baráttu voru gerð ítarleg skil. „Það var verið að sýna kvikmynd á Ríkisútvarpinu eitt kvöldið en allt í einu var útsendingin rofin út af sérstökum fréttum. Þá kom bara örstutt innslag um að Tryggingastofnun hefði fallist á að taka þátt í kostnaði næstu aðgerðar fyrir Helga Óskarsson og svo hélt myndin áfram,“ segir Helgi og hlær dátt við tilhugsunina. Hann segir að athyglin hafi verið mikil um tíma og sérstaklega nokkur ár eftir að aðgerðirnar voru yfirstaðnar. „Það voru alltaf einhverjir sem mundu eftir mér þegar ég fór út að skemmta mér og reglulega varð ég fyrir áreiti vegna þess en aldrei neinu alvarlegu. Ég var samt feginn að athyglin fjaraði smám saman út.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – Athyglissjúk stjörnuhjón og bótox

Vikan á Instagram – Athyglissjúk stjörnuhjón og bótox
Fókus
Í gær

Aþena Sól var frelsissvipt og pyntuð en vitnið þagði – „Ég elska að sjá þig þjást“

Aþena Sól var frelsissvipt og pyntuð en vitnið þagði – „Ég elska að sjá þig þjást“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segist vera konan sem Tommy Fury hélt framhjá með og segir þessa mynd sanna það

Segist vera konan sem Tommy Fury hélt framhjá með og segir þessa mynd sanna það
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nær óþekkjanleg Ellen DeGeneres á pöbb í Bretlandi

Nær óþekkjanleg Ellen DeGeneres á pöbb í Bretlandi