fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
Fókus

Gulli Falk berst við krabbamein: „Það þýðir ekkert annað en að vera jákvæður“

Var greindur fyrir stuttu með illkynja krabbamein í kviði og fæti

Ritstjórn DV
Mánudaginn 11. apríl 2016 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gítarleikarinn Guðlaugur Auðunn Falk, eða Gulli Falk, gítarleikari hljómsveitanna Dark Harvest og Audio Nation greindist nýlega með krabbamein og biður fjölskylda hans um hjálparhönd.

Sonur Gulla, Árni Hrafn Falk, hefur stofnað Facebook síðuna „Styrktarsíða fyrir Gulla Falk vegna veikinda hans.“ Á Facebook síðunni biðja börn Gulla ásamt sambýliskonu hans fólk um að rétta þeim hjálparhönd.

Gulli greindist fyrir stuttu síðan með illkynja krabbamein í kviði og fæti. Framundan er lyfjameðferð, stórar, flóknar og erfiðar skurðaðgerðir. Gulli er bæði þekktur gítarleikari og lagahöfundur, og hefur spilað og skrifað fyrir marga þekkta tónlistarmenn.

Árni, hefur stofnað bankareikning í sínu nafni, þar sem hann biður þá sem sjá sér fært um að leggja söfnuninni lið, en þeir sem sjái sér það ekki fært væri vel þegið ef beðið væri fyrir honum – og sendir jákvæðir straumar.

Í samtali við DV segir Árni að pabbi hans hafi undanfarið fundið fyrir einhverjum verkjum en það hafi ekki verið neitt til að kippa sér upp við, svo hafi annað komið á daginn. Árni segir pabba sinn ætla að sigrast á þessu. „Það þýðir ekkert annað en að vera jákvæður,“ segir hann að lokum af miklum baráttuhug.

Þeir sem vilja leggja söfnuninni lið geta millifært frjáls framlög á eftirfarandi reikning en frekari upplýsingar má finna á styrktarsíðunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Aþena Sól var frelsissvipt og pyntuð en vitnið þagði – „Ég elska að sjá þig þjást“

Aþena Sól var frelsissvipt og pyntuð en vitnið þagði – „Ég elska að sjá þig þjást“
Fókus
Í gær

Ritdómur: Óljós eftir Geir Sigurðsson

Ritdómur: Óljós eftir Geir Sigurðsson
Fókus
Fyrir 2 dögum

Skipulögð brotastarfsemi mikið áhyggjuefni

Skipulögð brotastarfsemi mikið áhyggjuefni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nicole Kidman sögð ljúga um frægu ljósmyndina

Nicole Kidman sögð ljúga um frægu ljósmyndina
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“