fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fókus

Laug því að hann væri á kafi í eiturlyfjum

Einar Mikael þráði stöðugleika þegar hann var unglingur – Foreldrarnir höfðu ekki áhuga á honum

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 10. apríl 2016 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrátt fyrir að Einar Mikael töframaður hafi ekki mikið kippt sér mikið upp við það framan af að foreldrar hans sinntu honum eftir hentugleika, þá kom að því að hann fékk nóg. Hann fór að þrá stöðugleika og smá ró fyrir sjálfan sig. „Þá var ég í tíunda bekk, að klára grunnskólann. Ég sagði við sjálfan mig að annaðhvort myndi ég enda í einhverju rugli eða ég kæmi mér út úr þessum aðstæðum. Á þeim tíma gátu mamma og pabbi hvorugt haft mig. Þau voru bara ekki í standi til þess. Þau höfðu einfaldlega ekki áhuga. En ég vildi reyna að bjarga mér.“ Og það er óhætt að segja að unglingurinn Einar Mikael hafi gripið til örþrifaráða í þeim tilgangi að bjarga sér. „Ég laug því að skólastjóranum í skólanum sem ég var í að ég væri á kafi í eiturlyfjum, þrátt fyrir að ég hafi aldrei á ævinni neytt eiturlyfja. Ég vildi bara að einhver hlustaði á mig. Og það var gert. Ég var sendur til sálfræðings og ég laug því sama að honum. Ég vonaði að þannig kæmist ég út úr aðstæðunum sem ég var í. Hugsaði með mér að það hlyti að vera eitthvað annað í boði.“

Úr varð að Einar Mikael var sendur á unglingaheimili á Kjalarnesi og hann segir það hafa verið það besta sem kom fyrir hann. „Þar fékk ég þá pásu sem ég þurfti. Ég var hjá yndislegri fjölskyldu og enginn var að dæma mig. Við vorum fjögur þarna en ég skar mig úr því ég var auðvitað ekki vandræðaunglingur. Þetta var æðislegt sex mánaða tímabil úti í sveit þar sem ég fékk að vera ég sjálfur og ég náði aðeins að hugsa. Við náðum líka svo vel saman, ég og Steini, sá sem sá um heimilið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Davíð lýsir martraðarkenndri læknismeðferð í Svíþjóð – „Ég var í einhverjum svaka slag í hausnum á mér að reyna að lifa þetta af“

Davíð lýsir martraðarkenndri læknismeðferð í Svíþjóð – „Ég var í einhverjum svaka slag í hausnum á mér að reyna að lifa þetta af“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Leikkonan harðlega gagnrýnd eftir að hún deildi söfnun fjölskyldumeðlims – Segir gagnrýnendum að fokka sér

Leikkonan harðlega gagnrýnd eftir að hún deildi söfnun fjölskyldumeðlims – Segir gagnrýnendum að fokka sér
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hafa miklar áhyggjur af Katie Price eftir að hún birti nýtt myndband – „Einhver þarf að hjálpa henni“

Hafa miklar áhyggjur af Katie Price eftir að hún birti nýtt myndband – „Einhver þarf að hjálpa henni“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Birti mynd af nánast nöktum líkama eiginkonunnar – Netverjar í áfalli og segja ekki öruggt að skoða hana í vinnunni

Birti mynd af nánast nöktum líkama eiginkonunnar – Netverjar í áfalli og segja ekki öruggt að skoða hana í vinnunni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Birti óhugnanlegt myndband um „frábæra“ fyrrverandi eiginmanninn sem myrti hana stuttu síðar

Birti óhugnanlegt myndband um „frábæra“ fyrrverandi eiginmanninn sem myrti hana stuttu síðar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Aron var handtekinn af fjórum lögreglumönnum, sprautaður niður og fluttur á Landspítalann – Greindur með sjaldgæfan sjúkdóm í kjölfarið

Aron var handtekinn af fjórum lögreglumönnum, sprautaður niður og fluttur á Landspítalann – Greindur með sjaldgæfan sjúkdóm í kjölfarið