Þátturinn Ligeglad sem sýndur er á RÚV hefur vakið mikla athygli og fengið talsvert hrós. Þykir þátturinn slá nýjan tón í íslenskri dagskrágerð fyrir sjónvarp. Uppistandarinn Anna Svava og Helgi Björns hafa slegið í gegn í hlutverkum sínum. Þriðji þáttur var sýndur á RÚV í kvöld og birtir Nútíminn myndbrot úr þættinum þar sem Anna Svava vippar út brjóstinu og Helgi fær sér sopa.
Segir Nútíminn að atriðið sé sögulegt í íslensku sjónvarpi og vakið gríðarlega athygli á Twitter. Á Nútímanum má sjá atriðið í heild sinni.