fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Fókus

Erla furðar sig á fréttaflutningi Hringbrautar: „Ég ætla aldrei aftur að vera fyndin á Facebook“

Frétt unnin upp úr færslu um meydómsmissi – Sendi póst á Hringbraut í gær

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 9. mars 2016 11:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég sendi póst til ritstjórnar Hringbrautar í gær og lýsti yfir furðu minni á þessu fréttamati,“ segir Erla Hlynsdóttir blaðakona í samtali við DV um frétt sem birtist á vef Hringbrautar í gær. Umrædd frétt var unnin upp úr lokaðri Facebook-færslu Erlu og tengdist brunanum á Grettisgötu á mánudagskvöld.

Í færslunni upplýsti Erla að hún ætti minningar tengdar húsinu sem brann, nánar tiltekið hefði hún misst meydóminn í húsinu. Umrædd færsla var lokuð og var markmið Erlu að slá á létta strengi. Engu að síður vann Hringbraut frétt upp úr færslunni og var fyrirsögnin: ERLA MISSTI MEYDÓMINN Í BRENNDA HÚSINU.

Nokkur umræða spannst um þetta á Facebook-síðu Erlu og kom fréttin Erlu – og fleirum til – í opna skjöldu. Erla segir til dæmis að hún hafi aldrei átt von á því að nokkur fjölmiðill myndi taka færsluna upp og skrifa frétt upp úr henni. Þess vegna hafi hún leyft sér að skrifa færsluna.

Í samtali við DV kveðst Erla ekki hafa fengið nein viðbrögð við póstinum sem hún sendi á Hringbraut. Í nýrri Facebook-færslu, sem DV fékk leyfi til að birta, segir Erla í léttum dúr:

„Jæja, kæru Facebook-vinir. You have done this to yourselves: Ég ætla aldrei aftur að vera fyndin á Facebook. Héðan í frá ætla ég bara að skrifa um gengisþróun og holur í malbiki.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Skipulögð brotastarfsemi mikið áhyggjuefni

Skipulögð brotastarfsemi mikið áhyggjuefni
Fókus
Í gær

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dularfull eftirlýsing lögreglunnar á Norðurlandi vestra vekur athygli – „Ætlið þið að vera með skemmtiatriði hjá þeim sem svara?“

Dularfull eftirlýsing lögreglunnar á Norðurlandi vestra vekur athygli – „Ætlið þið að vera með skemmtiatriði hjá þeim sem svara?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna