fbpx
Þriðjudagur 03.september 2024
Fókus

Afskræmdist eftir árás bjarndýrs: Segir kvikmyndina The Revenant vera „hlægilega“

Sláandi ljósmyndir – Segir árás bjarnarins í myndinni eiga ekkert skylt við raunveruleikann

Auður Ösp
Miðvikudaginn 9. mars 2016 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin 64 ára gamla Allena Hansen gekk í gegnum skelfilega lífsreynslu fyrir 8 árum þegar svartbjörn réðst á hana með þeim afleiðingum að hún afskræmdist í framan. Hún ætti því ekki að eiga í vandræðum með að tengja við þau átök sem Leonardo Dicaprio gengur í gegnum í kvikmyndinni The Revenant sem fer nú sigurför í heiminn og tryggði Dicaprio Óskarsverðlaunin nú á dögum.

„Þarna fer augað á mér“

Það var árið 2008 sem að líf Allenu breyttist til frambúðar. Hún bjó þá í fjallakofa sínum í Kaliforníu ásamt tveimur hundum. Dag einn, þegar hún var í göngutúr með hundana, komst hún í návígi við svartbjörn og rifjar hún upp þegar hún stóð augliti til auglitis við hina ógnvænlegu skepnu: „Ég fann hvernig klóin fór í gegnum höfuðkúpuna. Ég fann hvernig hann reif af mér andlitið. Ég sá blóðið og ég fann bleytuna. Ég heyrði hljóð, eins og eitthvað væri að springa og hugsaði: „Þarna fer augað á mér,“ segir hún og rifjar einnig upp hvernig björninn náði að mölbrjóta á henni tennurnar og spíta þeim síðan út úr sér.

Gafst ekki upp

Hún segir að tilhugsunin um að sonur hennar yrði móðurlaus hefði gert það að verkum að hún gafst ekki upp. Með hjálp hundanna sinna tveggja náði hún að yfirbuga dýrið, og einnig með því að stinga þumalfingrinum í augað á bjarndýrinu. Hún náði því næst að flýja með hundunum og við tók tíu mínútna ganga að bílnum. Henni tókst því næst að aka bifreið sinni að nálægri slökkviliðsstöð, þar sem náinn vinur hennar var slökkviliðstjóri og var hann einmitt á vakt þennan dag. Þegar hann leit hana augum þurfti hann að spyrja hana hvað hún héti því hann þekkti hana ekki, svo illa útleikin var hún.

Langt og strangt bataferli

Allena hefur gengist undir tugi aðgerða og endurhæfingu síðustu ár, og meðal annars gefið út bók um reynslu sína. Hún býr enn í dag á sama stað í Kaliforníu ásamt hundunum sínum tveimur sem björguðu lífi hennar.

Hún sá á dögunum kvikmyndina The Revenant með Leonardo DiCaprio en myndin segir sanna sögu Hughs Glass sem skilinn var eftir í óbyggðum nær dauða en lífi árið 1823 eftir árás bjarnar. Hann komst við illan leik til byggða eftir að hafa gengið 320 kílómetra. Menn hafa keppst við hlaða DiCaprio lofi fyrir frammistöðu sína í myndinni en sjálf segir Allena að hennar upplifun hafi verið gjörólík. Segir hún að í raun hafi henni fundist myndin hlægileg á köflum.

„Líkt og fólk sér þegar það skoðar myndirnar af mér eftir árásina, þá komst Leonardo ansi vel frá þessari árás í myndinni. Það er óhætt að fullyrða að svona risastór bjarndýr deyr ekkkert eftir einungis þrjár hnífsstungur með Bowie- hníf,“ segir hún og kallar árásaratriðið í myndinni „hlægilega falskt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

Grófu upp vandræðalegt tíst Liam Gallagher frá árinu 2017

Grófu upp vandræðalegt tíst Liam Gallagher frá árinu 2017
Fókus
Fyrir 13 klukkutímum

Læknir stillir upp fullkominni æfingarútínu fyrir alla daga vikunnar

Læknir stillir upp fullkominni æfingarútínu fyrir alla daga vikunnar