fbpx
Þriðjudagur 03.september 2024
Fókus

Inga Vala auglýsti eftir kærasta á Brask og Brall: „Það hlýtur að vera einhver þarna úti“

Ábendingar hrúguðust inn á örfáum mínútum

Auður Ösp
Þriðjudaginn 8. mars 2016 12:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég fer alveg vandræðilega lítið út á lífið, ég er ekkert að standa mig í því. Ég er heldur engann veginn að nenna að hanga inni á Einkamál eða á Tinder. Þannig að þetta virtist vera ágætis hugmynd,“ segir Inga Vala Birgisdóttir en hún birti á dögunum heldur óvenjulegu auglýsingu inni á Facebook-sölusíðunni Brask og Brall. Auglýsti hún þar eftir kærasta og létu viðbrögðin svo sannarlega ekki á sér standa.

Í samtali við blaðamann DV sagði Inga Vala, sem er 46 ára og búsett á Akureyri, að kærastaleit hennar hafi gengið full hægt fyrir sig undanfarin misseri enda frekar lítið úrval í bænum. Ég hef oft verið að setja auglýsingar þarna inn á Brask og Brall ákvað bara svona að prófa þetta og sjá hvaða viðbrögð ég myndi fá,“ segir hún og tekur undir að kærastaefni sé síður en svo það vitlausasta sem auglýst hefur verið eftir í þessum stærsta Facebook-hópi landsins.

„Ég held að það hafi ekki liðið nema einhverjar 3 til 4 mínútur þar til auglýsingunni var kippt út en í millitíðinni þá hreinlega hrúguðust inn athugasemdir undir hana. Fólk var að deila þessu, benda mér á hinn og þennan og svo tagga vini sína og benda þeim á þetta að þetta væri sniðugt. Ég náði að skoða nokkra, og þeir litu alveg hreint ágætlega út. Það er bara verst að þegar auglýsingin var tekin út þá hvarf þetta allt saman. Það hefði kanski leynst einhver álitlegur þarna,“ segir hún hlæjandi.

Hún bætir við að hún sé ekki að leita eiginmannsefni heldur fyrst og fremst góðum félaga til að njóta lífsins með. „Ég er sko ekkert að leitast eftir sambúð, hvað þá að ég sé að leita að einhverjum ríkum kalli til að halda mér uppi. Mig langar bara að hafa einhvern til að geta gert hina og þessa hluti með, fara til útlanda og þess háttar. Einhvern svona sem ég get hringt í og sagt: „Hey, eigum við að skreppa til Danmerkur?“

Þó svo að auglýsingin hafi ekki þótt viðeigandi af stjórnendum Brask og Brall hópsins þá segist Inga síður en svo búin að gefa upp vonina. „Það hlýtur að vera einhver þarna úti.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

Grófu upp vandræðalegt tíst Liam Gallagher frá árinu 2017

Grófu upp vandræðalegt tíst Liam Gallagher frá árinu 2017
Fókus
Fyrir 13 klukkutímum

Læknir stillir upp fullkominni æfingarútínu fyrir alla daga vikunnar

Læknir stillir upp fullkominni æfingarútínu fyrir alla daga vikunnar