fbpx
Fimmtudagur 18.júlí 2024
Fókus

Magnús segir Edduverðlaunin hafa verið til „háborinnar skammar“: „Er þetta húmorinn sem boðið er upp á í dag?“

Segir hátíðina hafa verið niðurlægjandi fyrir íslenska kvikmyndagerð

Auður Ösp
Mánudaginn 7. mars 2016 20:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Alþjóð fær einu sinni á ári að setjast fyrir framan sjónvarpið og hnýsast inn í þennan heim kvikmyndanna. Hvað fær það að sjá? Jú, einhvern aula húmor sem er ekkert undirbúinn og kynna sem ekki eru vandanum vaxnir,“ segir leikarinn ástsæli Magnús Ólafsson en hann kveðst afar óánægður með hvernig staðið var að Edduverðlaunahátíðinni sem haldin var á Hilton Reykjavík Nordica á dögunum. Telur hann meðal annars að framkoma þeirra sem kynntu hátíðina hafi verið níðrandi í garð þeirra sem hafa lífsviðurværi sitt af kvikmyndagerð og einkennst af mikilli vanvirðingu fyrir þeirra störfum. Þá segir hann hátíðina hafa einkennst af metnaðarleysi og verið síst til þess fallin að hefja íslenska kvikmyndagerð til vegs og virðingar.

Magnús skrifar opna færslu á facebook um málið en hann tjáði sig áður á dögunum um óánægju sína með nýafstaðna Edduverðlaunahátíð og sagði meðal annars að kynnar kvöldsins hefðu verið þeir ömurlegustu sem hann hefði nokkurn tímann séð og að þeir hefðu verið „kvikmyndagerðarmönnum til háborinnar skammar og vanvirðu.“

„Þessi viðburður er einu sinni á ári og á að vera okkur til sóma, en ekki vanvirðingar eins og þetta var. Eða er ég orðinn svona vitlaus, eða er þetta húmorinn sem boðið er upp á í dag? Ef svo er, guð minn góður, er þetta framtíðar fólkið!!“ ritaði Magnús á dögunum.

„Það varð, allt vitlaust og ólíklegasta fólk tjáði sig um málið. Þar af fólk sem hefur aldrei komið nálægt því að gera kvikmynd. Allt í lagi með það. En veit sumt fólk nokkuð um kvikmyndagerð?“ spyr Magnús í pistli sínum og bendir á það séu ekki einungis leikararnir fyrir framan myndavélina sem komi að gerð kvikmyndar, heldur einnig fjölmargir aðrir, svosem leikstjóri og tæknilið. Edduverðlaunin í ár voru að hans mati mikil vanvirðing við þeirra störf.

„Þess vegna fannst mér síðustu Edduverðlaun vera mikil niðurlæging gagnvart íslenskri kvikmyndagerð sem er heldur betur að ná miklum árangi á heimsmælikvara og er að sækja fram og vinna fyrir alþjóðamarkað, eins og Ófærð, Réttur 3 og myndirnar Hrútar, Fúsi og Þrestir allt mjög frambærilegt. Tæknivinnan og leikurinn er ekkert verri en hjá öðrum þjóðum.“

Þá segist Magnús það hafa vantað á hátíðina að vekja athygli á því hvað sé framundan hjá íslenskum kvikmyndagerðarmönnum, líkt og Ragnari Bragasyni, Benedikt Erlingssyni, Baltasar Kormáki, Friðrik Þór Friðrikssyni, Baldvin Z, Ágústi Guðmundssyni, Grími Hákonarsynu Degi Kára, Óskari Jónassyni, Rúnari Rúnarssyni, Hrafni Gunnlaugssyni „og bara öllum kvikmyndagerðamönnum sem eru með eitthvað á borðinu.“ Hann segir marga hafa ranghugmyndir um starf kvikmyndagerðarmannsins og haldi að kvikmyndagerðarmenn lifi lúxuslífi, nenni ekki að vinna og lifi á styrkjum. Þannig hafi hann oftar en einu sinni lent í því að þurfa að verja þá kvikmyndagerðarmenn sem fengið hafa styrk til að vinna að list sinni.

„Það er bara alls ekki rétt, því að gera heila kvikmynd eða seríu er hörku, hörku vinna. Svo þegar kemur að Edduhátíð og fólk sér metnaðarleysið á skjánum eins og ég sá það á Eddunni segir það: ,,Ég sagði þetta, þetta fólk lifir á styrkjum og nennir ekki að vinna“ Svona tal særir mig djúpt vegna þess að margir þessara listamann skila þessum styrkjum margfalt til baka, ef vel tekst til.“

„Ég veit hvað ég er að segja ég er búinn að vera í þessum bransa alla mín hundstíð,“ segir Magnús einnig. „Einhver sagði í umræðunni að ég væri bara orðinn gamall og skyldi ekki húmorinn. Mér var gefinn húmor í vöggugjöf og hann fer aldrei og því miður fá ekki allir að eldast, en ég fæ það. Vildi koma þessu til skila í von um breytingar og meiri metnað á næstu Eddu-hátíð.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Stórleikarinn kominn með nýja kærustu upp á arminn – Þremur árum eldri en dóttir hans

Stórleikarinn kominn með nýja kærustu upp á arminn – Þremur árum eldri en dóttir hans
Fókus
Í gær

Fatnaður fegurðardrottningar falur

Fatnaður fegurðardrottningar falur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Deitið ætlaði að hafa hann að fífli – „Þessar stelpur héldu að ég væri vitlaus, sem ég er ekki“

Deitið ætlaði að hafa hann að fífli – „Þessar stelpur héldu að ég væri vitlaus, sem ég er ekki“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nadine ekkert sérstaklega sátt við eiginmanninn sem gleymdi hvenær hún á afmæli

Nadine ekkert sérstaklega sátt við eiginmanninn sem gleymdi hvenær hún á afmæli
Fókus
Fyrir 5 dögum

Fall norskrar konu á Austurlandi vekur mikla kátínu – „Skóladæmi um hvernig á að detta með mýkt“

Fall norskrar konu á Austurlandi vekur mikla kátínu – „Skóladæmi um hvernig á að detta með mýkt“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Sagðist hafa „sónað út“ þegar eiginmaðurinn sagði brandara um líkama hennar

Sagðist hafa „sónað út“ þegar eiginmaðurinn sagði brandara um líkama hennar