fbpx
Fimmtudagur 18.júlí 2024
Fókus

Hörður Magnússon: „Skinkunafnið loddi við mig nær allan minn feril“

Hörður Magnússon er tilfinningavera – Opnaði sig í þættinum Maður á mann

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 7. mars 2016 12:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég held að þetta skinkunafn sem var lengi notað á mig hafi átt rætur að tekja í KR og þetta loddi við mig, þetta til dæmis, í rauninni allan minn feril,“ segir Hörður Magnússon, íþróttafréttamaður hjá 365 og einn markahæsti leikmaður Íslandsmótsins í fótbolta frá upphafi.

Hörður var í viðtali í þættinum Maður á mann á Rás 1 í gær. Þar ræddi Hörður við þáttastjórnandann Kjartan Guðmundsson um feril sinn og opnaði Hörður sig meðal annars um þann fúkyrðaflaum sem hann fékk yfir sig þegar hann var leikmaður.

„Þetta var sérstaklega slæmt á nokkrum völlum og til þess gert að koma mér úr jafnvægi. Ég tók þessu svona erfiðlega fyrst og svo vandist þetta og ég náði að brynja mig svolítið frá þessu. Ég held að þetta hafi gert mig að ákveðnari og jafnvel betri leikmanni,“ sagði Hörður sem lék lengst af með FH. Í viðtalinu sagði Hörður að fáir leikmenn hafi fengið jafn miklar gusur frá áhorfendum og hann fékk.

Hörður sagðist aldrei hafa tjáð sig opinberlega um þetta áður, en aðspurður hvers vegna hann varð skotspónn áhorfenda sagðist Hörður ekki geta útskýrt það með fullnægjandi hætti. Hörður benti þó á að hann hafi alltaf látið til sín taka inni á vellinum og spilaði með FH-liði sem stóð bestu liðum landsins talsvert að baki. Þá hafi líkamsbygging hans eflaust spilað inn í.

„Þetta eiginlega byrjaði úti í Vesturbæ og var mjög slæmt til dæmis bæði í Keflavík og í Vestmannaeyjum. Það í raun og veru gerði mig ennþá ákveðnari í að standa mig og mér gekk yfirleitt mjög vel á móti þessum liðum. Maður algjörlega skilur það að það sé baulað á menn en það sem ég lenti í var á köflum alveg mjög slæmt,“ sagði Hörður og bætti við að þetta hafi farið fyrir brjóstið á fjölskyldunni hans.

Rifjaði hann upp atvikið sem varð þegar hann var að stíga sín fyrstu skref í fótboltanum. Þá birtist lítil frétt í Morgunblaðinu þar sem fyrirsögnin var á þá leið að sonur Bjössa bollu hefði skorað. Hörður er sem kunnugt er sonur leikarans Magnúsar Ólafssonar.

„Ég held að pabbi hafi hringt í viðkomandi blaðamann og beðið hann að hætta þessu.“

Hörður ræddi einnig um „skinku“-viðurnefnið og sagði hann að það færi enn þann dag í dag mjög í taugarnar á honum. „Ég held að þetta skinkunafn sem var lengi notað á mig hafi átt rætur að rekja í KR og þetta loðaði við mig, þetta til dæmis, í rauninni allan minn feril. Það fer ennþá rosalega í taugarnar á mér. Ég er bara þannig, ég er tilfinningavera og mér finnst þetta eitthvað sem að, ja, það hefði mátt reyna að gera eitthvað meira í þessu eins og KSÍ er að gera núna undanfarin ár, það hefði mátt opna á þessa umræðu fyrr,“ sagði Hörður.

Hér má hlusta á viðtalið í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Guðbjörg bjó ein 12 ára gömul og allir vissu það en enginn gerði neitt – „Þetta var auðvitað mikil höfnun“

Guðbjörg bjó ein 12 ára gömul og allir vissu það en enginn gerði neitt – „Þetta var auðvitað mikil höfnun“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Hawk Tuah“ stelpan segir að karlmenn séu bara á höttunum eftir einu þegar þeir senda henni skilaboð

„Hawk Tuah“ stelpan segir að karlmenn séu bara á höttunum eftir einu þegar þeir senda henni skilaboð
Fókus
Fyrir 3 dögum

50 stærstu stjörnur YouTube berjast um 1 milljón dala -„Þú ert vondur maður, herra Beast“

50 stærstu stjörnur YouTube berjast um 1 milljón dala -„Þú ert vondur maður, herra Beast“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Shannon Doherty látin aðeins 53 ára að aldri

Shannon Doherty látin aðeins 53 ára að aldri
Fókus
Fyrir 5 dögum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Beverly Hills höll Bennifer formlega komin í sölu – Sjáðu myndirnar

Beverly Hills höll Bennifer formlega komin í sölu – Sjáðu myndirnar