fbpx
Fimmtudagur 18.júlí 2024
Fókus

Blöskraði gríðarlegt sælgætisframboð á körfuboltamóti barna: „Viljið þið ekki bæta við amfetamín-díler á kantinn líka?“

„Alltaf verið að troða sælgæti framan í smettið á krökkunum“

Auður Ösp
Mánudaginn 7. mars 2016 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mér finnst ég oft vera að rekast á þetta, þykir þetta of algengt því miður. Ég hef samt ekkert á móti því að það sé hægt að kaupa sér súkkulaðistykki á svona mótum. Ég efast um að nokkur sé að setja þetta þarna til að troða sykri upp á krakka meðvitað. Þetta er bara orðið svo mikið og yfirþyrmandi oft,“ segir Ingi Björn Ingason tónlistarmaður í samtali við DV en honum blöskraði verulega þegar hann sá hið gífurlega magn af sætindum sem stóð til boða á nýafstöðnu Nettó körfuboltamóti sem haldið var í Heiðarskóla í Reykjanesbæ síðasta laugardag. Vakti hann athygli á málinu í opinni færslu á fésbók og birti þar meðfylgjandi mynd sem tekin var rétt fyrir klukkan níu á laugardagsmorgun.

Í samtali við DV segir Ingi að hann muni að vísu seint kalla sig næringarsérfræðing en hann hafi engu að síður viljað vekja fólk til umhugsunar. „Þetta er allt gott fólk sem er að vinna gott starf á svona mótum, sem að eru alltaf mjög skemmtileg, þar með talið Nettó mótið að sjálfsögðu. Vel heppnað mót og allir krakkarnir fara þaðan með góðar minningar.“

„Ætli þetta sé ekki bara hugsunarleysi sem að lítið virðist vera spáð í. Vonandi verður gert betur á komandi mótum,“ segir Ingi jafnframt og bætir við: „Ég vona bara að þetta skili sér til þeirra sem að koma að vetiingasölu á svona atburðum.“

Alltaf verið að troða sælgæti upp á börnin

„Þetta er það fyrsta sem mætir krökkunum, við innganginn á körfuboltavellina. Í kælinum var svo einnig hægt að fá Pepsi, Pepsi max, Appelsín og fleira Einnig var hægt að fá skinkusamloku,“ ritar Ingi Björn við myndina. „Bjórbumbu-hamborgararassinn ég er ekkert eitthvað svakalega fanatískur á að það séu einhver sætindi seld þar sem að börn eru, foreldrar bera sjálf ábyrgð á hvað telja við hæfi fyrir sitt barn.“

Ingi tekur einnig fram að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem hann verði vitni að þessu. „Þetta er alltaf svona á íþróttamótum, sama hvort það er fótbolti, körfubolti, fimleikar eða hvað þetta sprikl allt nú heitir. Alltaf verið að troða sælgæti framan í smettið á krökkunum,“ ritar hann og varpar fram eftirfarandi spurningu:

„Viljið þið ekki bara bæta við amfetamín díler á kantinn líka? Finnst öllum þetta kannski bara í lagi?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Stórleikarinn kominn með nýja kærustu upp á arminn – Þremur árum eldri en dóttir hans

Stórleikarinn kominn með nýja kærustu upp á arminn – Þremur árum eldri en dóttir hans
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fatnaður fegurðardrottningar falur

Fatnaður fegurðardrottningar falur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Deitið ætlaði að hafa hann að fífli – „Þessar stelpur héldu að ég væri vitlaus, sem ég er ekki“

Deitið ætlaði að hafa hann að fífli – „Þessar stelpur héldu að ég væri vitlaus, sem ég er ekki“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nadine ekkert sérstaklega sátt við eiginmanninn sem gleymdi hvenær hún á afmæli

Nadine ekkert sérstaklega sátt við eiginmanninn sem gleymdi hvenær hún á afmæli
Fókus
Fyrir 6 dögum

Fall norskrar konu á Austurlandi vekur mikla kátínu – „Skóladæmi um hvernig á að detta með mýkt“

Fall norskrar konu á Austurlandi vekur mikla kátínu – „Skóladæmi um hvernig á að detta með mýkt“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Sagðist hafa „sónað út“ þegar eiginmaðurinn sagði brandara um líkama hennar

Sagðist hafa „sónað út“ þegar eiginmaðurinn sagði brandara um líkama hennar