fbpx
Miðvikudagur 04.september 2024
Fókus

Örn Smári: „Var að fá skilaboð um hversu ógeðslegur ég væri og að ég ætti að drepa mig“

Gróft neteinelti í grunnskóla – Lýsir átakanlegri baráttu við þunglyndi

Auður Ösp
Þriðjudaginn 29. mars 2016 11:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég vona að ég geti hjálpað einhverjum með minni sögu,“ segir Örn Smári Jónsson 17 ára menntaskólanemi en hann ritaði áhrifamikla frásögn á fésbókarsíðu sína á dögunum þar sem sagði meðal annars frá því hvernig hlutir á borð við neteinelti í grunnskóla urðu til þess að hann sökkt djúpt ofan í þunglyndi. Birti hann meðal annars sláandi skilaboð sem hann sendi sínum nánustu áður en hann hugðist taka sitt eigið líf fyrir tveimur mánuðum. Hann vill opna umræðuna um þunglyndi en í samtali við DV.is segir hann mikilvægt að fólk hafi í huga að það standi ekki eitt.

„Það tók alveg svolítið á að birta þetta en viðbrögðin hafa verið mjög góð,“ segir Örn í samtali við blaðamann. „Það ætti náttúrlega að opna þessa umræðu miklu meira og ég vona að ég geri það með þessum pistli. Fólk er oft meira upptekið af því hvað Justin Bieber er að éta frekar en alvöru vandamál í þessum heimi – eða hversu mikill fáviti Donald Trump er!“

Örn veitti DV.is góðfúslegt leyfi til að birta skrifin. Hann hóf að einangra sig félagslega þegar hann var á miðstigi grunnskóla. Ástæðan var sú að honum leið illa með sjálfan sig og vildi hann forðast þá hugsun.

„Ég man eftir því í áttunda bekk að nokkrir vinir mínir voru alltaf að fara uppá fjall á bretti, æfa júdó og fleira og voru alltaf að segja mér að koma með en ég afþakkaði og kom með einhverja afsökun eða sagðist ætla að koma og beilaði svo á síðustu stundu. Það var þá sem að þunglyndið settist harðar á mig. Ég leit á sjálfan mig í speglinum og horfði í pínu stund, leit á þennan dreng í XL hettupeysunni, jogging buxum og með „emo“ hárgreiðslu: „Hvernig myndi einhver vilja hanga með svona ljótum og leiðinlegum strák?“

Örn lýsir því í textanum hvernig hann breytti um stíl í níunda bekk og fékk í kjölfarið meiri athygli og eftirtekt frá skólafélögunum:

„Svo eignaðist ég félagslíf og fólk fór svona að vita hver ég var og ég fór þess vegna að minnka tölvuspilið og hugsaði: „Vá allt á uppleið“. En það gerðist ekki. Eftir þetta fór ég að hugsa miklu meira út í hvað fólki fannst um mig, í hverju ég var, hvernig ég talaði og mér leið bara verr með sjálfan mig og með hverjum degi þá varð þetta bara verra.“

Örn lýsir því einnig hvernig hann varð fyrir neteinelti á þessum tíma og því fylgdu andstyggilegar athugasemdir:

„Það hjálpaði ekki að ég lenti í neteinelti og var að fá skilaboð um hversu ógeðslegur ég væri og að ég ætti að drepa mig. Vegna þessa langaði mig ekki að mæta í skólann, vegna þess að ég tók öll kommentin svo mikið inn á mig. Ef einhver sagði „Vá hvað þú ert heimskur“ eða eitthvað þannig þá tók ég því mjög illa og stundum þegar ég kom heim þá grét ég bara vegna þess að ég trúði þessu hundrað prósent. Neteineltið varð verra og ég mætti minna í skólann en samt einhvern veginn komst ég í gegnum níunda og tíundabekk. Það hjálpaði mikið að ég hafði 2-3 vini sem ég talaði við um þetta og þau hjálpaðu mér eins mikið og þau gátu.“

Átakanleg skilaboð

Örn segir að ástandið hafi síst skánað eftir að hann byrjaði í framhaldsskóla á Akureyri síðasta haust. Hann setti upp grímu og var „hressi“ strákurinn sem var með mikið sjálfstraust:

„Ég var kominn á þann punkt að ég hataði að horfa á sjálfan mig í speglinum. Þá byrjaði ég að gera hluti eins og að drekka og reykja til þess að gleyma þessari tilfinningu, það endaði með því að ég hætti að mæta í skólann, djammaði allar helgar og drakk þangað til ég gleymdi. Einn daginn leit ég á sjálfan mig í speglinum og ég hugsaði bara „Hvað er ég að gera með líf mitt?“

„Eftir það reyndi ég að hætta, tók heila viku af því að bara vera inn í herbergi og spila í tölvunni. Eftir áramót, þá vildi ég gera rétt og reyna að verða betri. Það byrjaði vel og ég byrjaði að mæta og ganga bara vel í lífinu en það gekk ekki eftir lengi. Eftir svona mánuð þá bara hætti ég að nenna að standa upp og lifa yfir höfuð, ég vildi eiginlega bara ekki hitta neinn, þannig að ég mætti ekkert í skólann og lá bara inni hjá mér allan daginn. Fólk var farið að sjá mig bara á kvöldin og svo ekkert meir fyrr en næsta kvöld. Ég lá þarna í rúminu mínu og sendi skilaboð til nokkra að ég ætlaði að hætta félagslífi en ég var að ljúga,“ ritar Örn og birtir því næst skilaboðin sem hann sendi nokkrum af sínum nánustu þennan umrædda dag:

„Semsagt fyrir núna þremur dögum ætlaði ég að taka mig úr félagslífi, ég var farin niður í svo mikið þunglyndi að ég ætlaði að taka sex pillur og O.D inn á baði hjá mér, en þegar ég fór út úr herberginu mínu í dag og hitti ykkur þá hvarf sú hugsun alveg og ég sturtaði pillunum niður í klósettið, mér hefur bara liðið vel með sjálfan mig og þegar ég lít í spegilinn sé ég þessa reiðu, ljótu manneskju sem ég er búin að láta sjálfa mig trúa að ég sé en ég er að reyna að bæta það pínu og pínu með því að hætta þessu rugli og fara til sálfræðings, ég fyrirgef fyrir að hafa látið ykkur halda ad þið mynduð ekkert hitta mig næstu vikur, ég mun kannski vera minna active en ég mun alveg hitta ykkur og þannig“

Gefst ekki upp

Örn segir að hann hafi sent ofangreind skilaboð fyrir um það bil tveimur mánuðum. „Ég reddaði mér pillum og ætlaði að taka þær allar, en einhvernveginn fattaði ég bara þegar ég hitti þau þennan dag: „Ég get ekki gert þeim og fjölskyldunni minni þetta, þetta er ekki rétta leiðin.“

Hann segist vera á batavegi í dag og vinnur hann statt og stöðugt í sjálfum sér:

„Mér líður oft rosalega illa ég en sýni það ekki og það byggist bara upp þangað til eitthvað svona gerist. Ég er núna hjá sálfræðingi og tala meira við vini mína um hvað sé að, stundum er ekkert beint að mér, ég vakna bara og mér líður illa. Þetta er eitthvað sem ég þarf að ganga í gegnum á hverjum degi. Stundum get ég ekki labbað út úr herberginu mínu án þess að hugsa: „Ohh þessi hatar mig“, „Shit hvað ég er ljótur“ eða „Vá hvað ég sökka“

„En ég er að hægt og rólega að vinna í þessu, vegna þess að í fyrsta sinn vil ég láta hjálpa mér og mig langar að líða betur. Ef þú ert þunglynd manneskja, þá vil ég bara segja: Ég veit hvað þú ert að ganga í gegnum og ég veit að allt lítur út fyrir að vera vonlaust og þetta verði aldrei betra. En ég er ekki ennþá búinn að gefast upp, þannig þú ættir ekki að gera það heldur. Einn daginn þá munum við komast upp úr þessari holu sem við erum föst í og sjá sólina.“

Færslu Arnars má lesa í heild sinni hér:

(function(d, s, id) { var js, fjs = d.getElementsByTagName(s)[0]; if (d.getElementById(id)) return; js = d.createElement(s); js.id = id; js.src = „//connect.facebook.net/en_US/sdk.js#xfbml=1&version=v2.3“; fjs.parentNode.insertBefore(js, fjs);}(document, ‘script’, ‘facebook-jssdk’));

**Hérna er sagan mín, hún er löng en vonandi þess virði að lesa**Þetta er ég, Örn Smári Jónsson, og ég er þunglyndur. …

Posted by Örn Smári on Monday, March 28, 2016

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 22 klukkutímum

Sunneva átti erfitt með að kveðja goðsagnakennda bílnúmerið – „Þetta er búið að vera svo gaman en samt mjög vandræðalegt“

Sunneva átti erfitt með að kveðja goðsagnakennda bílnúmerið – „Þetta er búið að vera svo gaman en samt mjög vandræðalegt“
Fókus
Í gær

Sagði Kanye West hafa sent sér hugskeyti og sagt henni að stela bílnum

Sagði Kanye West hafa sent sér hugskeyti og sagt henni að stela bílnum
Fókus
Í gær

Segir kynlíf með unga kærastanum það besta sem hún hefur upplifað

Segir kynlíf með unga kærastanum það besta sem hún hefur upplifað
Fókus
Í gær

Sunneva: „Ég hef áhyggjur af því að fólk fari að versla jólagjafirnar fyrir börnin sín á þessum síðum“

Sunneva: „Ég hef áhyggjur af því að fólk fari að versla jólagjafirnar fyrir börnin sín á þessum síðum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bandaríkjamaður fann kassa af myndum frá Íslandi á sjötta áratugnum – Sýna Ísland í skemmtilegu ljósi

Bandaríkjamaður fann kassa af myndum frá Íslandi á sjötta áratugnum – Sýna Ísland í skemmtilegu ljósi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Brad Pitt og kærastan stíga fram í sviðsljósið

Brad Pitt og kærastan stíga fram í sviðsljósið
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hrafn greinir frá „hræðilegu blæti“ – Elskar tuðið í hverfishópum á Facebook

Hrafn greinir frá „hræðilegu blæti“ – Elskar tuðið í hverfishópum á Facebook
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sagt að léttast þegar hún leitaði fyrst til læknis 15 ára vegna fótaverkja – Greind með lítt þekktan en algengan sjúkdóm áratug síðar

Sagt að léttast þegar hún leitaði fyrst til læknis 15 ára vegna fótaverkja – Greind með lítt þekktan en algengan sjúkdóm áratug síðar