Hávær orðrómur fær byr undir báða vængi – Sást yfirgefa æfingaaðstöðu hljómsveitarinnar
Bandaríska rokkstjarnan Axl Rose, söngvari hljómsveitarinnar Guns N’ Roses, er sagður á leið í tónleikaferðalag með áströlsku rokkhljómsveitinni AC/DC og mun hann vera aðalsöngvari hljómsveitarinnar á að minnsta kosti tíu tónleikum.
Fyrr á þessu ári tilkynntu meðlimir AC/DC að hljómsveitin yrði að fresta fyrirhuguðu tónleikaferðalagi sínu um Bandaríkin vegna veikinda Brian Johnson, aðalsöngvara hljómsveitarinnar. Fljótlega eftir að tilkynnt var um veikindi Johnson fór orðrómur á kreik um að leit væri hafin af nýjum söngvara, en ekkert hefur verið staðfest í þeim efnum.
Á vef Independent segir að fyrir fáeinum dögum hafi plötusnúðurinn Jason Bailey greint frá því að hann hefði eftir áreiðanlegum heimildum að Rose yrði söngvari AC/DC í túrnum um Bandaríkin.
Þar segir einnig að Ross Young, sonur gítarleikarans Malcolm Young, hafi sagt blaðamönnum að orðrómurinn um Rose væri á rökum reistur.
Á vef TMZ var í gær birt mynd af Rose þar sem hann sést yfirgefa hljóðver þar sem AC/DC er með æfingaaðstöðu. Það þykir renna frekar stoðum undir orðróminn um að Rose sé að fara syngja með áströlsku rokksveitinni.
Hvorki meðlimir AC/DC eða Rose hafa ekki vilja staðfesta að þeir séu farnir í samstarf en í yfirlýsingu frá hljómsveitinni segir að ekkert hafi verið ákveðið enn.
Axl Rose — Back in Black Hat … In Studio with AC/DC!! (PHOTOS) https://t.co/o5T4yElCd8
— TMZ (@TMZ) March 28, 2016