fbpx
Fimmtudagur 17.apríl 2025
Fókus

Axl Rose sagður nýr söngvari AC/DC

Hávær orðrómur fær byr undir báða vængi – Sást yfirgefa æfingaaðstöðu hljómsveitarinnar

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 29. mars 2016 21:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska rokkstjarnan Axl Rose, söngvari hljómsveitarinnar Guns N’ Roses, er sagður á leið í tónleikaferðalag með áströlsku rokkhljómsveitinni AC/DC og mun hann vera aðalsöngvari hljómsveitarinnar á að minnsta kosti tíu tónleikum.

Fyrr á þessu ári tilkynntu meðlimir AC/DC að hljómsveitin yrði að fresta fyrirhuguðu tónleikaferðalagi sínu um Bandaríkin vegna veikinda Brian Johnson, aðalsöngvara hljómsveitarinnar. Fljótlega eftir að tilkynnt var um veikindi Johnson fór orðrómur á kreik um að leit væri hafin af nýjum söngvara, en ekkert hefur verið staðfest í þeim efnum.

Á vef Independent segir að fyrir fáeinum dögum hafi plötusnúðurinn Jason Bailey greint frá því að hann hefði eftir áreiðanlegum heimildum að Rose yrði söngvari AC/DC í túrnum um Bandaríkin.

Þar segir einnig að Ross Young, sonur gítarleikarans Malcolm Young, hafi sagt blaðamönnum að orðrómurinn um Rose væri á rökum reistur.

Á vef TMZ var í gær birt mynd af Rose þar sem hann sést yfirgefa hljóðver þar sem AC/DC er með æfingaaðstöðu. Það þykir renna frekar stoðum undir orðróminn um að Rose sé að fara syngja með áströlsku rokksveitinni.

Hvorki meðlimir AC/DC eða Rose hafa ekki vilja staðfesta að þeir séu farnir í samstarf en í yfirlýsingu frá hljómsveitinni segir að ekkert hafi verið ákveðið enn.

//platform.twitter.com/widgets.js

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Myndir af heimili Gene Hackman og eiginkonu hans vekja óhug – „Hryllingshús“

Myndir af heimili Gene Hackman og eiginkonu hans vekja óhug – „Hryllingshús“
Fókus
Í gær

„Þessi innri gagnrýnandi er enn til staðar og segir oft: Nei, ekki taka þátt í þessu. Ekki gera þetta. En í dag fæ ég að ritskoða allt og svara honum fullum hálsi“

„Þessi innri gagnrýnandi er enn til staðar og segir oft: Nei, ekki taka þátt í þessu. Ekki gera þetta. En í dag fæ ég að ritskoða allt og svara honum fullum hálsi“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Óttar selur í Vesturbænum

Óttar selur í Vesturbænum
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ozempic fætur“ er nýjasta aukaverkunin sem stjörnurnar geta ekki forðast

„Ozempic fætur“ er nýjasta aukaverkunin sem stjörnurnar geta ekki forðast
Fókus
Fyrir 3 dögum

Konungar sveitaballanna fögnuðu – Prettyboitjokko mætti í SKÍMÓ bol

Konungar sveitaballanna fögnuðu – Prettyboitjokko mætti í SKÍMÓ bol
Fókus
Fyrir 3 dögum

White Lotus-stjarna sár og svekkt út í Saturday Night Live

White Lotus-stjarna sár og svekkt út í Saturday Night Live