fbpx
Miðvikudagur 04.september 2024
Fókus

Kristbjörg verður fyrir aðkasti vegna „strákalegs“ útlits: „Hvers vegna dæma stelpur aðrar stelpur svona mikið?“

Stolt af því að vera öðruvísi – Hvetur fólk til að sýna nærgætni

Auður Ösp
Laugardaginn 19. mars 2016 15:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það eru ekki allar stelpur með sítt hár, við erum ekki allar lágvaxnar, við málum okkur endilega ekki allar né göngum í háum hælum. Við erum ekki eins,“ segir Kristbjörg Harpa Thomsen 17 ára en hún kveðst oft hafa þurft að sæta gagnrýni vegna útlits síns enda falli það það ekki beinlínis undir þá útlitsstaðla sem stúlkum og konum er gert að uppfylla. Vill hún vekja fólk til umhugsunar um mikilvægi þess að sýna aðgát í nærveru sálar og fagna fjölbreytileika mannlífsins. Sjálf er hún stolt af sérkennum sínum.

Í samtali við blaðamann segir Kristbjörg, eða Bibba eins og hún er kölluð, að hún hafi í þónokkur skipti í gegnum tíðina þurft að heyra athugasemdir vegna þess að hún er ekki nógu „stelpuleg“ stelpa. Yfirleitt hafi þær athugasemdir og skot komið frá öðrum stelpum.„Ég man til dæmis bara eftir eftir einu atviki í grunnskóla þar sem ég kom inn á kvennaklósettið þar sem voru fyrir tvær stelpur og önnur þeirra gaf það í skyn að ég ætti ekki að vera inni á kvennaklósettinu. Þá sagði hin „Hey, þetta er sko stelpa!“

„Ég klæði mig ekki eins og flestar stelpur og sæki frekar í að vera í strákalegum fötum og með stutt hár. Mér finnst sárt að þurfa að verja það að vilja vera eins og ég er. Þótt að þér finnist að einhver líti ekki stelpulega út þá hefur þú samt ekki rétt til að segja hvað sem er við hann.“

Bibba skrifaði á dögunum áhugaverða hugleiðingu inni á kvennahópinn Beauty Tips á Facebook og veitti hún DV góðfúslegt leyfi til birta skrifin. Þar veltir hún því fyrir sér hvers vegna stúlkur eigi það til að sýna svo mikla dómhörku gagnvart hvor annarri og rifjar upp atvik sem hún varð fyrir á fimmtudagskvöld:

„Í gærkvöldi er ég ætlaði að fara á klósettið þá gekk ég inn á kvennaklósettið, í Þjóðleikshúsinu. Fyrir framan mig var ung kona og um leið og ég gekk inn þá sneri hún sér við og sagði frekar pirruð, „þetta er kvennaklósettið.“ Ég horfði á hana og sagðist vita það mætavel. Ég meina, það er væntanlega ástæðan fyrir því að ég gekk þarna inn en ekki hinum megin þar sem karla klósettið var?

„Eru stelpur/konur virkilega enn þá að dæma aðrar stelpur fyrir það að vera ekki eins og stereótýpiskar stelpur „eiga“ að vera? Eða er það bara ég? Þetta er nefnilega ekki í fyrsta skiptið sem ég lendi í þessu. Ef ég á að segja eins og er þá finnst mér þetta einfaldlega dónalegt,“ segir Bibba jafnframt og beinir orðum sínum til hinnar ókunnugu stúlku:

„Það kemur þér, elsku stelpa ( ég veit ekkert hvað þú varst gömul) ekki við hvernig ég lífi mínu lífi. Og það er líka bara dónalegt að labba upp að einhverjum og segja eitthvað svona. Í fyrsta lagi veistu ekkert hvað þessi einstaklingur hefur lent í í lífinu, getur heldur ekkert vitað hvort að þau séu trans eða ekki og þessi orð gætu hafað triggerað alveg mikið. Hvað veist þú um það? Aðgát skal höfð í nærveru sálar.“

Bibba segist vera stolt af því að vera ekki „venjuleg“ stelpa. „En ég nenni ekki endalaust að vera lenda í því að aðrar stelpur séu að reyna að rakka mig niður bara út af því.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 22 klukkutímum

Segir kynlíf með unga kærastanum það besta sem hún hefur upplifað

Segir kynlíf með unga kærastanum það besta sem hún hefur upplifað
Fókus
Fyrir 22 klukkutímum

Sunneva: „Ég hef áhyggjur af því að fólk fari að versla jólagjafirnar fyrir börnin sín á þessum síðum“

Sunneva: „Ég hef áhyggjur af því að fólk fari að versla jólagjafirnar fyrir börnin sín á þessum síðum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hrafn greinir frá „hræðilegu blæti“ – Elskar tuðið í hverfishópum á Facebook

Hrafn greinir frá „hræðilegu blæti“ – Elskar tuðið í hverfishópum á Facebook
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sagt að léttast þegar hún leitaði fyrst til læknis 15 ára vegna fótaverkja – Greind með lítt þekktan en algengan sjúkdóm áratug síðar

Sagt að léttast þegar hún leitaði fyrst til læknis 15 ára vegna fótaverkja – Greind með lítt þekktan en algengan sjúkdóm áratug síðar