fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
Fókus

Ræða gellur og vændi í eldhúsi Meistaranna: „Ódýrara að leigja en að gera út kellingu“

Umræða um steiktar gellur vatt upp á sig – Gunnar Jónsson segir að um fíflaskap hafi verið að ræða – Hefur aldrei keypt vændi á Íslandi

Ritstjórn DV
Föstudaginn 18. mars 2016 13:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er samt ódýrara að leigja en að gera út kellingu. Það er staðreynd,“ segir leikarinn Gunnar Jónsson í samtali við DV. Gunnar var gestur Magnúsar Inga Magnússonar, betur þekktur sem Maggi í Texasborgurum, í þættinum „Eldhús Meistaranna,“ sem sýndur var á sjónvarpsstöðinni ÍNN í síðustu viku. Þar greindi Gunnar meðal annars frá því að hann „leigði konur“ í Reykjavík. Vill hann ekki að orð hans séu tekin alvarlega.

Umræðan spratt upp í þættinum þegar Maggi var að steikja gellur. Maggi spurði hvort að Gunnar væri „eitthvað mikið í þeim“ og sagðist hann ekki elda þær mikið. Maggi svaraði þá:

„En ég átti við hinar gellurnar. Kellingarnar,“ sagði Maggi hátt og Gunnar sagðist hafa vitað það.

Því næst fóru þeir að ræða tilhugalíf Gunnars. Maggi spurði leikarann hvort að hann væri „skæður í kellingunum.“ Gunnar svaraði að það væri aðeins byrjað að „hjaðna.“ Að því sögðu bætti Gunnar við:

„Maður er hættur að nenna eltast við þetta. Ég bara búinn að sjá að það er ódýrara að leigja, heldur en að vera með kellingu.“

Maggi spurði þá hissa hvernig slíkt færi fram og útskýrði Gunnar að hægt sé að finna símanúmer í blöðum „hringir og færð bara heimsent.“

Maggi sagðist halda að slíkt væri aðeins hægt erlendis. Gunnar var fljótur að svara kokknum og leiðrétta hann.

„Við erum að tala um Ísland. Reykjavík, borg siðmenningarinnar.“

DV hafði samband við Gunnar vegna málsins og bað hann um að útskýra orð sín í þættinum. Gunnar segir að um fíflalæti hafi verið að ræða. Hann og Maggi hafi verið að slá á létta strengi og að enginn þurfi að taka orð hans alvarlega.

„Þetta voru bara létt fíflalæti hjá strákunum í eldhúsinu,“ segir Gunnar og bættir svo við:

„Það er samt ódýrara að leigja en að gera út kellingu. Það er staðreynd.“

Gunnar segir enn fremur að hann hafi starfað sem dyravörður í nokkur ár og að það hefði ekki farið fram hjá honum, sem næturstarfsmanni í miðbæ Reykjavíkur, að vændi sé stundað í Reykjavík.

Gunnar segist ekki stunda það að kaupa vændi. Aðspurður hvort að hann hafi einhvern tíman keypt vændi segir Gunnar: „Ekki á Íslandi.“

Hér má sjá myndskeiðið úr þættinum.

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=XoeZPkuvdxo?rel=0&hd=1&wmode=transparent]
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Skipulögð brotastarfsemi mikið áhyggjuefni

Skipulögð brotastarfsemi mikið áhyggjuefni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dularfull eftirlýsing lögreglunnar á Norðurlandi vestra vekur athygli – „Ætlið þið að vera með skemmtiatriði hjá þeim sem svara?“

Dularfull eftirlýsing lögreglunnar á Norðurlandi vestra vekur athygli – „Ætlið þið að vera með skemmtiatriði hjá þeim sem svara?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna