fbpx
Miðvikudagur 09.apríl 2025
Fókus

Birtir sláandi ljósmyndir af afleiðingum líkamsárásar: „Þegar ég kom af sjúkrahúsinu voru börnin mín dauðhrædd við mig“

„Þetta er ekki mamma mín“

Auður Ösp
Fimmtudaginn 17. mars 2016 19:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gemma Hilton, þriggja barna móðir frá Rugby í Englandi, birti á fésbókarsíðu sinni á dögunum ljósmyndir af áverkum sem hún hlaut eftir tilefnislausa líkamsárás ókunnugrar konu. Segir að hún sé svo illa útleikin eftir árásina að hennar eigin börn hræðist hana.

„Andlitið á mér ein rjúkandi rúst,“ ritar hún. „Þegar ég kom fyrst af sjúkrahúsinu voru börnin mín dauðhrædd við mig. Þau földu sig inni í skáp og sögðu: „Þetta er ekki mamma mín.“

Segist hún hafa verið að bíða eftir vini sínum fyrir utan bar þegar bláókunnug kona kom til hennar. Segir hún að konan hafi hvíslað eitthvað óskiljanlegt í eyra hennar og sett handlegginn utan um hana. Þegar Gemma hugðist ýta konunni frá sér brást hún ókvæða við og lamdi hana þéttingsfast í andlitið með bjórglasi.

„Ég hrundi niður í gólfið og ég man eftir að hún var að sparka í rifbeinin á mér en ég man lítið hvað gerðist eftir það enda missti ég meðvitund. Þetta er allt í móðu,“ segir hún en hún var þvínæst flutt með hraði á sjúkrahús þar sem við tók 3 klukkustunda aðgerð. Sauma þurfti meira en 50 spor í andlit hennar.

Gemma segir að eins og staðan sé í dag þá geti hún sýnt nein nein svipbrigði: Ef hún reyni að brosa fái hún stingandi verk í höfuðið og annar helmingur andlitsins verði allur dofinn.

„Ég get ekki farið neitt vegna þess að fólk glápir á mig. Núna þegar það er farið að hlýna í veðri þá vilja börnin mín fara út en ég get ekki farið út úr húsi. Ég var óörugg með sjálfa mig áður en árásin varð og sjálfstraustið mitt er núna ónýtt. Ég sit ekki bara uppi með áverka eftir þetta- ég er sködduð fyrir lífstíð. Og ekki aðeins líkamlega.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Misbauð myndband áhrifavalds sem sakaði karlmann um áreiti – „Ef eitthvað er, þá ætti þessum manni að líða óþægilega“

Misbauð myndband áhrifavalds sem sakaði karlmann um áreiti – „Ef eitthvað er, þá ætti þessum manni að líða óþægilega“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Æskuvinkona Bryndísar Klöru stígur fram – „Þá hringir síminn og heimurinn eins og ég þekki hann hrynur“

Æskuvinkona Bryndísar Klöru stígur fram – „Þá hringir síminn og heimurinn eins og ég þekki hann hrynur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leikkonan treysti vini manns síns og leyfði honum að gista heima hjá þeim – Hefði betur sleppt því

Leikkonan treysti vini manns síns og leyfði honum að gista heima hjá þeim – Hefði betur sleppt því
Fókus
Fyrir 3 dögum

Guðrún og Dögg vara við mataræðinu sem Íslendingar eru að tapa sér yfir – „Eitt það skaðlegasta sem hefur birst í þessari bylgju heilsutrenda“

Guðrún og Dögg vara við mataræðinu sem Íslendingar eru að tapa sér yfir – „Eitt það skaðlegasta sem hefur birst í þessari bylgju heilsutrenda“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Opnar sig um raunverulegu ástæðuna fyrir tárunum sem féllu eftir kynlíf með 100 karlmönnum

Opnar sig um raunverulegu ástæðuna fyrir tárunum sem féllu eftir kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Framakonur og þekktir áhrifavaldar tóku þátt í nýjasta æðinu

Framakonur og þekktir áhrifavaldar tóku þátt í nýjasta æðinu