fbpx
Miðvikudagur 04.september 2024
Fókus

Deilur harðna: Segir Bubba ekki hika við að fara á eftir fólki – „Kann ekki að biðjast afsökunar nema í hálfkæringi“

Bubbi við Steinar: „Þú ert komin útí eitthvað sem sæmir þér ekki“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Miðvikudaginn 16. mars 2016 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Deilur Steinars Berg fyrrverandi plötuútgefanda og tónlistarmannsins Bubba Morthens hafa harðnað nokkuð. Steinar hafði áður sakað Bubba um að gera tilraun til að sverta mannorð sitt. Líkt og kom fram á DV fyrr í vikunni sagði Bubbi í sjónvarpsþættinum Popp og rokksaga Íslands að útgáfufyrirtæki Steinars hefði greitt óeðlilega mikið á plötum Egó og hljómsveitarmeðlimir fengið lítið fyrir sinn snúð. Var Steinar ósáttur við þessi ummæli og sagði lítinn hagnað hafa verið af plötum sveitarinnar.

Deilur þessara fyrrum félaga halda áfram en Steinar Berg tjáir sig á Facebook-síðu sinni og heggur þar í kónginn. Segir hann Ísbjarnarblús hafa vakið athygli ekki selst vel. Bubbi hafi beðið hann um að endurútgefa plötuna. Steinar segir:

„Bubbi er vikulegur gestur hjá Steinum hf. í Fosshálsinum, mætir í leigubíl eftir að hafa fengið vilyrði um að fá pening. Hann heimsækir mig líka heim sömu erinda eða biðja um aðra greiða. Fær gítarinn minn lánaðan og skilar honum svo brotnum (liggur enn óbættur hjá garði). Útgáfa íslenskra platna er áhættusöm það vitum við báðir. Til að koma plötu út þarf 5-7 milljónir á núvirði og til að ná þeim kostnaði tilbaka þarf að selja 3000-4000 plötur og kassettur. Í viðræðum vegna útgáfu Egó kemur upp sú hugmynd að bandið fái borgaða lága en stighækkandi prósentu frá fyrsta eintaki. Allir aðrir samningar gerðu ráð fyrir að listamaður fengi ekkert borgað fyrr en eftir að útgáfukostnaður næðist. Algengast var að hann næðist ekki. Að greiða ágóðahlut frá fyrsta eintaki þýddi aukna áhættu fyrir mig sem útgefanda og smá tekjuöryggi fyrir Egó. Um þetta var samið. Breyttir tímar seldist í rúmum 5000 eintökum en Í mynd rúmum 4000. Útgáfukostnaður náðist en enginn varð ríkur. Ári síðar kom svo þriðja og síðasta plata Egó út og þar með fór hagnaðurinn. “

Steinar Berg bætir við að árið 1983 hafi hann farið til Englands með Mezzoforte. Á þeim tíma hafi Bubbi verið í ójafnvægi og lent í deilum við samstarfsmenn sína, hljómsveitarmeðlimi og fyrirtæki Steinars.

„Árið er 2016. Bubbi Morthens heldur því fram að ég hafi neytt aflsmunar árið 1982 og neytt sig í skítadíl sem ekki skilaði honum og bandinu neinu en gerði mig ríkan. Hann notar orð eins og staðreynd og sannleikur ítrekað í málflutningi sínum. Þetta er eins og hann kýs að túlka gamlan raunveruleika. Það hentar honum núna. Hefur samt lýst því yfir að hann sé heilaskemmdur af dópneyslu og minnið gloppótt. Hann hefur aldrei hikað við að fara á eftir fólki til að upphefja sjálfan sig og kann ekki að biðjast afsökunar nema í hálfkæringi.“

Bubbi Morthens svarar Steinari og segir að sama hvað Steinar segi þá hafi samningarnir verið ömurlegir fyrir hljómsveitir.

„Þú ert komin útí eitthvað sem sæmir þér ekki. Staðreyndin er að þú gerðir ekki góða samninga við okkur og ég býst við að það pirri þig. Þessi furðulega upptalning þín breytir engu um það og kemur ekki þessu máli við, sem er samningar við Utangarðsmenn og Egó. Samningar voru ekki góðir, þú getur vitnað í hitt og þetta í tveggja manna tal, kallað mig það sem þú vilt en niðurstaðan er þú græddir milljónir á að hafa mig og salan þín á katloganum til Jóns Ólafassonar segir nú allt um það hversu verðmætur ég var þér.“

Bubbi bætir við að samningarnir við Egó og Utangarðsmenn hafi verið gerðir af fyrirtæki með yfirburðarþekkingu á öllum hlutum samningagerðar. Piltarnir í sveitunum hafi ekki haft neina yfirsýn og blautir á bakvið eyrun hvað samningagerð snerti.

„Þú nýttir þér það. Já, við skrifuðum undir. Hvað ég gerði eða hversu laskaður ég var sem virkur fíkill og þurftir pening á að halda og bað um fyrirframgreiðslu breytir ekki þessari staðreynd,“ segir Bubbi og bætir við:

„Ég býst við þú hefðir ekki áhuga á að vitnað væri um ýmsa hluti í lífi þínu á þessum tíma sem koma þessu máli engan vegin við. Samskipti okkur á öðrum vettvangi koma ekki þessu máli við sem er enn og aftur ekki góðir samningar. Ísbjarnblús seldi vel og ég fékk helling pening fyrir hana og allar þessar plötur sem þú hefur tjáð þig um eru enn að seljast og hafa gert í gegnum árin.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 18 klukkutímum

Grófu upp vandræðalegt tíst Liam Gallagher frá árinu 2017

Grófu upp vandræðalegt tíst Liam Gallagher frá árinu 2017
Fókus
Fyrir 19 klukkutímum

Læknir stillir upp fullkominni æfingarútínu fyrir alla daga vikunnar

Læknir stillir upp fullkominni æfingarútínu fyrir alla daga vikunnar