fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Fókus

Goddur: Skólarnir hafa tilhneigingu til að gera alla eins

„Það eru svo margir sem fara í gegnum gelgjuna og skólakerfi sem drepur þetta niður“

Auður Ösp
Þriðjudaginn 15. mars 2016 14:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Oddur Magnússon, Goddur, prófessor við hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands segir íslenskt skólakerfi eiga það til að draga úr sérkennum einstaklinga og fjölmargir fari í gegnum skólakerfið þar sem þeir læri aðeins að beita rökhugsun og tæknikunnáttu en ekki innsæi sínu og ímyndunarafli. Nauðsynlegt sé að læra að láta þetta tvennt vinna saman. Þá bendir hann á að kennsla þurfi ekki endilega að fara fram í skólanum. Hún geti farið fram hvar sem er.

Í viðtali við SKE segir Goddur að oft sé sagt að þegar nemandinn sé tilbúinn þá birtist kennarinn og að miðlun þekkingar geti átt sér stað hvar sem er, ekki endilega í skólastofu. „Það eru margir sem hafa haft djúp áhrif á mig og ég veit líka að þegar manni heppnast eða tekst vel upp sem kennara þá er maður kominn í dálítið náið samband við nemandann og kennslan fer ekkert endilega fram í skólanum, hún getur farið fram á kaffihúsi, í skólaferðalögum, á kvöldin þegar að menn eru að vinna hérna í skólanum, sem þeir gera. Þú veist aldrei hvenær stundin kemur, hvenær nemandinn er tilbúinn og hvenær þú hefur eitthvað að gefa.“

Þá segir hann að einn besti skóli landsins sé þriggja mánaða skóli sem haldinn er tvisvar sinnum á ári, með 20 nemendur: LungA lýðháskólinn á Seyðisfirði. Stofnun skólans má rekja til Lungahátíðarinnar. „Þar eru engin próf heldur snýst það bara um það hvernig maður nær sambandi við karakterinn til þess að maður opnist fyrir því að gera eitthvað skapandi. Það merkilega við þetta er að verkefnið fer að laða að allskonar fólk, jafnvel fólk með háskólagráður sem kemur þarna til þess að afskóla sig.“

„Vegna þess að skólarnir gerðu allt annað en að draga fram sérkenni þeirra, skólar hafa svo mikla tilhneigingu, sérstalega í skapandi greinum, og yfirleitt … að gera alla eins. En þessi skóli snýst um það að gera alla öðruvísi eða sérstaka. „Hver ert þú, finndu út hver þú sjálfur ert, það er búið að finna allt annað út.“

Goddur segir jafnframt mikilvægt að einstaklingar læri að vinna með bæði heilahvelin. Það megi ekki festa sig í rökhugsun og tæknikunáttu eingöngu því þá er hætta á að viðkomandi verði andlaus og tilfinningalaus. „Við segjum stundum að í hægra heilahveli sé tilfinningagreind þín, innsæi þitt og ímyndunarafl, þó að það sé bara, eins og maður segir, „hugboð“. Hinum megin er það svo úrvinnslan, krítíkerinn, sá sem vegur og metur mikilvægi. Maður þarf að læra inn á það að láta þetta vinna saman en ekki í sitthvoru lagi því annars gerist ekki neitt. Það eru svo margir sem fara í gegnum gelgjuna og skólakerfi sem drepur þetta niður en ef að þú hefur tapað þessu þá geturðu unnið þetta aftur.“

Hér má lesa viðtalið í heild sinni

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Skipulögð brotastarfsemi mikið áhyggjuefni

Skipulögð brotastarfsemi mikið áhyggjuefni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dularfull eftirlýsing lögreglunnar á Norðurlandi vestra vekur athygli – „Ætlið þið að vera með skemmtiatriði hjá þeim sem svara?“

Dularfull eftirlýsing lögreglunnar á Norðurlandi vestra vekur athygli – „Ætlið þið að vera með skemmtiatriði hjá þeim sem svara?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna