Lífstykkin, sem Heiða Rún Sigurðardóttir leikkona þurfti að klæðast í tökum á bresku þáttunum Poldark, voru svo óþægileg og þröng að hún neyddist til að vera á fljótandi fæði. „Guð minn góður, við erum ekki vinir, ég og lífstykkið. Það er svo sárt að vera í þeim,“ segir hún í viðtali við the Daily Mail.
Hún segir að nítjándu aldar klæðin hafi neytt hana til að sleppa stöku máltíðum og hún þurfi að drekka hristinga sem hún útbjó sjálf. Hún var því afar fegin þegar tökum á þáttunum lauk í þessum mánuði.