fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Fókus

Biggi lögga: „Við erum að verða fúlasta land í heimi“

Einbeitum okkur að því jákvæða

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Mánudaginn 14. mars 2016 21:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samfélagsmiðlar hafa breytt okkur. En ekki er allt jákvætt. Þetta segir Birgir Örn Guðjónsson, betur þekktur sem Biggi lögga. Hann tjáir sig um samfélagsmiðlana í pistli og hefur eitt og annað við þá að athuga.

„Eins og með allt nýtt tókum við Íslendingar og snýttum þessari nýjung. Settum enn eitt höfðatöluheimsmetið. Nú held ég að við séum á góðri leið með að hlaða í annað svona met. Við erum að verða „fúlasta land í heimi“. Vúhú. Við gjörsamlega elskum raunarsögur af veikindum, vandræðum, gjaldþrotum, útburðum, burtreknum og allskonar fórnarlömbum. Sorgmædd andlit á forsíðum fréttasíðna kveikja í okkur einhverja samkennd og fullnægja reiðiþörfinni okkar sem við elskum eitthvað svo að hata.“

Biggi segist sjálfur hafa spígsporað um umræðusvæði netmiðla líkt og ráðvilltur unglingur á útihátíð. Við það hafi hann komist að því að reiðilestrar og harmsögur séu líklegastar til að fá sem flest læk.

„Ríkisstjórnin, verðtryggingin, sjúkrahúsin, launin, kvíðinn, þunglyndið, óréttlætið og ömurlegheitin. You name it. Umræðan elskar að fara í fýlu. Þetta er samt í raun ekki slæmt. Það er nefnilega frábært að við skulum nota tjáningarfrelsið til að láta vita af óánægju okkar. Við þurfum bara að passa okkur á því að gera fýluna ekki að lífstíl.“

Biggi bætir við að gott sé að hafa skoðanir en hættulegt að „leita alltaf í leðjuna.“

„Það er í lagi að finnast íþróttabolur ljótur eða sjónvarpsþáttur leiðinlegur án þess að öskra það endalaust á mjólkurkassa á gatnamótum Fésbókarstrætis og Twittersunds.“

Biggi bætir við:

„Við þurfum ekki stanslaust að næra nöldrarann í okkur á skít og skömm. Stundum er allt í lagi að stíga tvö skref aftur og einbeita sér aðeins meira af því sem er jákvætt og skemmtilegt. Það er nefnilega allskonar þannig inn á milli. Eiginlega bara alveg fullt.“

Þá segir Biggi að lokum að fólk eigi að nýta málfrelsið en þó án þess að missa af lífinu.

„Með því að vökva þetta fúlasta land í heimi erum við líka að gróðursetja þannig fræ í næstu kynslóð. Það er pínu scary.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Skipulögð brotastarfsemi mikið áhyggjuefni

Skipulögð brotastarfsemi mikið áhyggjuefni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dularfull eftirlýsing lögreglunnar á Norðurlandi vestra vekur athygli – „Ætlið þið að vera með skemmtiatriði hjá þeim sem svara?“

Dularfull eftirlýsing lögreglunnar á Norðurlandi vestra vekur athygli – „Ætlið þið að vera með skemmtiatriði hjá þeim sem svara?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna